Íslenski boltinn

Almarr Ormarsson: Hlakka til að sjá markið mitt í sjónvarpinu

Ari Erlingsson skrifar
Almarr Ormarsson fagnar marki sínu í kvöld.
Almarr Ormarsson fagnar marki sínu í kvöld. Mynd/Anton
Almarr Ormarsson hljóp og barðist gríðarlega vel í sigri Framara gegn Blikum og kórónaði leik sinn með skemmtilegu marki. Almarr var sáttur í leikslok.

„Ég er hrikalega ánægður. Þetta var mjög langþrátt að ná sigri í deildinni og ekki amalegt að ná sigri gegn Blikunum sem hafa verið á toppnum fram að þessum leik. Við lögðum bara upp með að gefa okkur gjörsamlega allan í þennan leik, spila boltanum meðfram jörðinni".

Aðspurður um markið. „Ég fékk boltann í vítateignum og svo bara sparkaði ég mig áfram þangað til ég var kominn einn á móti marki og á tókst mér að pota honum inn. Ég hlakka bara til að sjá þetta í sjónvarpinu, ég veit ekki hvernig ég fór að komast í gegnum þá með þessum hætti en það heppnaðist sem betur fer.

Mér líst vel á framhaldið ef spilamennskan verður svona áfram. Við getum auðvitað ummið öll lið þegar við spilum eins og í kvöld. Næst er það KR og við ætlum okkur í bikarúrslit" sagði sigurreifur Almarr í leikslok








Fleiri fréttir

Sjá meira


×