Umfjöllun: Aldrei spurning hjá FH gegn Haukum Elvar Geir Magnússon skrifar 25. júlí 2010 19:15 Tölfræðin úr grannaslag FH og Hauka í kvöld lýgur ekki. FH-ingar voru mikið mun sterkari aðilinn og unnu á endanum 3-1 sigur, Haukar geta í raun þakkað fyrir að munurinn var ekki meiri. Atli Viðar Björnsson og Ólafur Páll Snorrason voru báðir í miklum ham hjá Fimleikafélaginu. Sá fyrrnefndi skoraði tvö fyrstu mörk leiksins, bæði eftir undirbúning þess síðarnefnda. Atli launaði Ólafi greiðan með því að leggja upp á hann þriðja markið. Arnar Gunnlaugsson minnkaði svo muninn úr vítaspyrnu en það var aðeins eitt af tveimur skotum Hauka á markið í leiknum. FH-ingar réðu annars ferðinni allan leikinn. Sérstaklega í seinni hálfleik náðu þeir að opna vörn Hauka vel en fóru illa með fjölmörg færi. Atli fékk tækifæri til að innsigla þrennu sína og nafni hans Guðnason fékk einnig fín færi til að skora. Daði Lárusson kom í veg fyrir að hans fyrrum samherjar náðu stærri sigri en hann varði nokkrum sinnum vel, sérstaklega var varsla hans eftir skalla frá Birni Daníeli Sverrissyni glæsileg. Eitt rautt spjald leit dagsins ljós frá góðum dómara leiksins. Það fékk Freyr Bjarnason seint í leiknum þegar hann leit gult í annað sinn. FH-ingar náðu sér í mikilvæg þrjú stig með öruggum og sannfærandi sigri sem var síst of stór. Ansi mikilvægur sigur þeirra hvítklæddu sem vilja halda sér í toppbaráttunni, til þess var sigur nauðsynlegur í kvöld. Haukar eru enn í botnsæti deildarinnar. Mótherjar þeirra í kvöld voru einfaldlega í öðrum klassa og þeir áttu engin svör. FH - Haukar 3-11-0 Atli Viðar Björnsson (36.) 2-0 Atli Viðar Björnsson (56.) 3-0 Ólafur Páll Snorrason (62.) 3-1 Arnar Gunnlaugsson (víti 65.)Áhorfendur: 2.726Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 8 Skot (á mark): 17 - 6 (7-2) Varin skot: Gunnleifur 1 - Daði 4 Horn: 10 - 0 Aukaspyrnur fengnar: 11 - 14 Rangstöður: 6 - 0FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Freyr Bjarnason 5 Tommy Nielsen 6 Pétur Viðarsson 5 Guðmundur Sævarsson 6 (79. Jón Ragnar Jónsson -) Björn Daníel Sverrisson 8 Matthías Vilhjálmsson 7 Bjarki Gunnlaugsson 6 (83. Gunnar Már Guðmundsson -) Ólafur Páll Snorrason 8* - Maður leiksins Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 8Haukar 4-4-2Daði Lárusson 7 Gunnar Ásgeirsson 4 Daníel Einarsson 5 Guðmundur Mete 5 (42. Magnús Björgvinsson 5) Úlfar Hrafn Pálsson 4 (79. Pétur Örn Gíslason -) Hilmar Geir Eiðsson 4 Kristján Ómar Björnsson 4 Jamie McUnnie 6 Ásgeir Ingólfsson 5 Arnar Gunnlaugsson 6 (79. Garðar Geirsson -) Hilmar Rafn Emilsson 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Haukar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
Tölfræðin úr grannaslag FH og Hauka í kvöld lýgur ekki. FH-ingar voru mikið mun sterkari aðilinn og unnu á endanum 3-1 sigur, Haukar geta í raun þakkað fyrir að munurinn var ekki meiri. Atli Viðar Björnsson og Ólafur Páll Snorrason voru báðir í miklum ham hjá Fimleikafélaginu. Sá fyrrnefndi skoraði tvö fyrstu mörk leiksins, bæði eftir undirbúning þess síðarnefnda. Atli launaði Ólafi greiðan með því að leggja upp á hann þriðja markið. Arnar Gunnlaugsson minnkaði svo muninn úr vítaspyrnu en það var aðeins eitt af tveimur skotum Hauka á markið í leiknum. FH-ingar réðu annars ferðinni allan leikinn. Sérstaklega í seinni hálfleik náðu þeir að opna vörn Hauka vel en fóru illa með fjölmörg færi. Atli fékk tækifæri til að innsigla þrennu sína og nafni hans Guðnason fékk einnig fín færi til að skora. Daði Lárusson kom í veg fyrir að hans fyrrum samherjar náðu stærri sigri en hann varði nokkrum sinnum vel, sérstaklega var varsla hans eftir skalla frá Birni Daníeli Sverrissyni glæsileg. Eitt rautt spjald leit dagsins ljós frá góðum dómara leiksins. Það fékk Freyr Bjarnason seint í leiknum þegar hann leit gult í annað sinn. FH-ingar náðu sér í mikilvæg þrjú stig með öruggum og sannfærandi sigri sem var síst of stór. Ansi mikilvægur sigur þeirra hvítklæddu sem vilja halda sér í toppbaráttunni, til þess var sigur nauðsynlegur í kvöld. Haukar eru enn í botnsæti deildarinnar. Mótherjar þeirra í kvöld voru einfaldlega í öðrum klassa og þeir áttu engin svör. FH - Haukar 3-11-0 Atli Viðar Björnsson (36.) 2-0 Atli Viðar Björnsson (56.) 3-0 Ólafur Páll Snorrason (62.) 3-1 Arnar Gunnlaugsson (víti 65.)Áhorfendur: 2.726Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 8 Skot (á mark): 17 - 6 (7-2) Varin skot: Gunnleifur 1 - Daði 4 Horn: 10 - 0 Aukaspyrnur fengnar: 11 - 14 Rangstöður: 6 - 0FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Freyr Bjarnason 5 Tommy Nielsen 6 Pétur Viðarsson 5 Guðmundur Sævarsson 6 (79. Jón Ragnar Jónsson -) Björn Daníel Sverrisson 8 Matthías Vilhjálmsson 7 Bjarki Gunnlaugsson 6 (83. Gunnar Már Guðmundsson -) Ólafur Páll Snorrason 8* - Maður leiksins Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 8Haukar 4-4-2Daði Lárusson 7 Gunnar Ásgeirsson 4 Daníel Einarsson 5 Guðmundur Mete 5 (42. Magnús Björgvinsson 5) Úlfar Hrafn Pálsson 4 (79. Pétur Örn Gíslason -) Hilmar Geir Eiðsson 4 Kristján Ómar Björnsson 4 Jamie McUnnie 6 Ásgeir Ingólfsson 5 Arnar Gunnlaugsson 6 (79. Garðar Geirsson -) Hilmar Rafn Emilsson 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Haukar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira