Umfjöllun: Aldrei spurning hjá FH gegn Haukum Elvar Geir Magnússon skrifar 25. júlí 2010 19:15 Tölfræðin úr grannaslag FH og Hauka í kvöld lýgur ekki. FH-ingar voru mikið mun sterkari aðilinn og unnu á endanum 3-1 sigur, Haukar geta í raun þakkað fyrir að munurinn var ekki meiri. Atli Viðar Björnsson og Ólafur Páll Snorrason voru báðir í miklum ham hjá Fimleikafélaginu. Sá fyrrnefndi skoraði tvö fyrstu mörk leiksins, bæði eftir undirbúning þess síðarnefnda. Atli launaði Ólafi greiðan með því að leggja upp á hann þriðja markið. Arnar Gunnlaugsson minnkaði svo muninn úr vítaspyrnu en það var aðeins eitt af tveimur skotum Hauka á markið í leiknum. FH-ingar réðu annars ferðinni allan leikinn. Sérstaklega í seinni hálfleik náðu þeir að opna vörn Hauka vel en fóru illa með fjölmörg færi. Atli fékk tækifæri til að innsigla þrennu sína og nafni hans Guðnason fékk einnig fín færi til að skora. Daði Lárusson kom í veg fyrir að hans fyrrum samherjar náðu stærri sigri en hann varði nokkrum sinnum vel, sérstaklega var varsla hans eftir skalla frá Birni Daníeli Sverrissyni glæsileg. Eitt rautt spjald leit dagsins ljós frá góðum dómara leiksins. Það fékk Freyr Bjarnason seint í leiknum þegar hann leit gult í annað sinn. FH-ingar náðu sér í mikilvæg þrjú stig með öruggum og sannfærandi sigri sem var síst of stór. Ansi mikilvægur sigur þeirra hvítklæddu sem vilja halda sér í toppbaráttunni, til þess var sigur nauðsynlegur í kvöld. Haukar eru enn í botnsæti deildarinnar. Mótherjar þeirra í kvöld voru einfaldlega í öðrum klassa og þeir áttu engin svör. FH - Haukar 3-11-0 Atli Viðar Björnsson (36.) 2-0 Atli Viðar Björnsson (56.) 3-0 Ólafur Páll Snorrason (62.) 3-1 Arnar Gunnlaugsson (víti 65.)Áhorfendur: 2.726Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 8 Skot (á mark): 17 - 6 (7-2) Varin skot: Gunnleifur 1 - Daði 4 Horn: 10 - 0 Aukaspyrnur fengnar: 11 - 14 Rangstöður: 6 - 0FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Freyr Bjarnason 5 Tommy Nielsen 6 Pétur Viðarsson 5 Guðmundur Sævarsson 6 (79. Jón Ragnar Jónsson -) Björn Daníel Sverrisson 8 Matthías Vilhjálmsson 7 Bjarki Gunnlaugsson 6 (83. Gunnar Már Guðmundsson -) Ólafur Páll Snorrason 8* - Maður leiksins Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 8Haukar 4-4-2Daði Lárusson 7 Gunnar Ásgeirsson 4 Daníel Einarsson 5 Guðmundur Mete 5 (42. Magnús Björgvinsson 5) Úlfar Hrafn Pálsson 4 (79. Pétur Örn Gíslason -) Hilmar Geir Eiðsson 4 Kristján Ómar Björnsson 4 Jamie McUnnie 6 Ásgeir Ingólfsson 5 Arnar Gunnlaugsson 6 (79. Garðar Geirsson -) Hilmar Rafn Emilsson 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Haukar. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Tölfræðin úr grannaslag FH og Hauka í kvöld lýgur ekki. FH-ingar voru mikið mun sterkari aðilinn og unnu á endanum 3-1 sigur, Haukar geta í raun þakkað fyrir að munurinn var ekki meiri. Atli Viðar Björnsson og Ólafur Páll Snorrason voru báðir í miklum ham hjá Fimleikafélaginu. Sá fyrrnefndi skoraði tvö fyrstu mörk leiksins, bæði eftir undirbúning þess síðarnefnda. Atli launaði Ólafi greiðan með því að leggja upp á hann þriðja markið. Arnar Gunnlaugsson minnkaði svo muninn úr vítaspyrnu en það var aðeins eitt af tveimur skotum Hauka á markið í leiknum. FH-ingar réðu annars ferðinni allan leikinn. Sérstaklega í seinni hálfleik náðu þeir að opna vörn Hauka vel en fóru illa með fjölmörg færi. Atli fékk tækifæri til að innsigla þrennu sína og nafni hans Guðnason fékk einnig fín færi til að skora. Daði Lárusson kom í veg fyrir að hans fyrrum samherjar náðu stærri sigri en hann varði nokkrum sinnum vel, sérstaklega var varsla hans eftir skalla frá Birni Daníeli Sverrissyni glæsileg. Eitt rautt spjald leit dagsins ljós frá góðum dómara leiksins. Það fékk Freyr Bjarnason seint í leiknum þegar hann leit gult í annað sinn. FH-ingar náðu sér í mikilvæg þrjú stig með öruggum og sannfærandi sigri sem var síst of stór. Ansi mikilvægur sigur þeirra hvítklæddu sem vilja halda sér í toppbaráttunni, til þess var sigur nauðsynlegur í kvöld. Haukar eru enn í botnsæti deildarinnar. Mótherjar þeirra í kvöld voru einfaldlega í öðrum klassa og þeir áttu engin svör. FH - Haukar 3-11-0 Atli Viðar Björnsson (36.) 2-0 Atli Viðar Björnsson (56.) 3-0 Ólafur Páll Snorrason (62.) 3-1 Arnar Gunnlaugsson (víti 65.)Áhorfendur: 2.726Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 8 Skot (á mark): 17 - 6 (7-2) Varin skot: Gunnleifur 1 - Daði 4 Horn: 10 - 0 Aukaspyrnur fengnar: 11 - 14 Rangstöður: 6 - 0FH 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 Freyr Bjarnason 5 Tommy Nielsen 6 Pétur Viðarsson 5 Guðmundur Sævarsson 6 (79. Jón Ragnar Jónsson -) Björn Daníel Sverrisson 8 Matthías Vilhjálmsson 7 Bjarki Gunnlaugsson 6 (83. Gunnar Már Guðmundsson -) Ólafur Páll Snorrason 8* - Maður leiksins Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 8Haukar 4-4-2Daði Lárusson 7 Gunnar Ásgeirsson 4 Daníel Einarsson 5 Guðmundur Mete 5 (42. Magnús Björgvinsson 5) Úlfar Hrafn Pálsson 4 (79. Pétur Örn Gíslason -) Hilmar Geir Eiðsson 4 Kristján Ómar Björnsson 4 Jamie McUnnie 6 Ásgeir Ingólfsson 5 Arnar Gunnlaugsson 6 (79. Garðar Geirsson -) Hilmar Rafn Emilsson 6 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: FH - Haukar.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira