Umfjöllun: Auðveldur sigur KR-inga á lánlausum Selfyssingum Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júlí 2010 23:14 Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk á Selfossi. KR-ingar byrja vel undir stjórn Rúnars Kristinssonar því KR-liðið vann 3-0 sigur á Selfossi í kvöld í fyrsta deildarleiknum síðan að Loga Ólafssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins. Þetta var fyrsti sigur KR á nýliðum í sumar en liðið hafði fyrir leikinn aðeins fengið tvö stig út úr þremur leikjum við Hauka og Selfoss. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Selfyssingar í ellefta sæti með 8 stig, en KR-ingar í því níunda með 13 stig. Með sigri gátu lærisveinar Guðmundar Benediktssonar styrkt stöðu sína og komist nær KR-ingum ,en það var að duga eða drepast fyrir gestina því það kom ekkert annað til greina en að koma heim með þrjú stig í Vesturbæinn. Leikurinn hófst með miklum látum en eftir aðeins 15 sekúnda leik komst Jón Daði Böðvarsson í gott færi en skalli hans fór beint í hendurnar á Lars Ivar í marki KR-inga. Selfyssingarnir spiluðu ágætlega fyrstu tíu mínúturnar en síðan tóku gestirnir öll völd á vellinum og fyrsta mark þeirra kom á 17. mínútu ,en þá skoraði Mark Rutgers ágæt mark eftir hornspyrnu frá Óskari Erni Haukssyni. Eftir fyrsta markið þá virtust Selfyssingar brotna niður og aðeins tíu mínútum síðar var staðan orðin 0-2. Guðjón Baldvinsson skoraði virkilega flott mark . KR-ingar höfðu sótt án afláts að marki Selfyssinga um stund þegar boltinn barst til framherjans og hann þrumaði boltanum í netið. Frábær afgreiðsla, en stuttu áður hafði Guðjón komist í algjört dauðafæri sem misfórst. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust KR-ingar í 3-0 og þá var Guðjón Baldvinsson aftur á ferðinni. Óskar Örn Hauksson átti frábært skot sem hafnaði í þverslánni en þá barst boltinn til Guðjóns sem skoraði sitt annað mark í leiknum. KR-ingar virtust loksins vera að sýna sitt rétta andlit. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri með miklum látum. Jordao Diogo fékk að líta beint rautt spjald eftir að hafa brotið á Sævari Þóri Gíslasyni sem var sloppinn einn í gegn. Jóhannes Valgeirsson var vel staðsettur og gerði það eina sem hægt var að gera að reka manninn af velli. Það gaf Selfyssingum örlitla von að vera einum fleiri í 40 mínútur en það virtist ekki skipta neinu máli. KR-ingar héldu áfram að halda boltanum innan liðsins og Selfyssingar náðu aldrei að komast í takt við leikinn. Eina færi síðari hálfleiksins kom á 84.mínútu þegar Gunnari Örn Jónsson , leikmaður KR-inga, skaut í þverslánna. Eftir mjög svo bragðdaufan seinni hálfleik þá flautaði Jóhannes Valgeirsson til leiksloka og niðurstaðan 3-0 sigur gestanna. KR-ingar eru komnir upp í áttunda sæti með 16 stig og eiga leik til góða, en Selfyssingar eru enn í næstneðsta sætinu með 8 stig. Í fyrsta sinn í langan tíma náði KR-ingar að sýna sitt rétta andlit og það verður fróðlegt að fylgjast með þeim framhaldinu.Selfoss - KR 0-3 0-1 Mark Rutgers (17.) 0-2 Guðjón Baldvinsson (27.) 0-3 Guðjón Baldvinsson (45.) Selfossvöllur - Áhorfendur: 1064 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7 Skot (á mark): 6-17 (1-8) Varin skot: Jóhann 6 - Lars 1 Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar 6-14 Rangstöður 0-2Selfoss (4-4-2 ) Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 Agnar Bragi Magnússon 4 Guðmundur Þórarinsson 4 Martin Dohlsten 4 Jean Stephane Yao Yao 3 ( 45. Arilíus Marteinsson 5) Einar Ottó Antonson 5 Jón Guðbrandsson 6 Jón Daði Böðvarsson 5 Sævar Þór Gíslason 5 Viktor Unnar Illugason 4 (66. Guessan Bi Herve 5) KR (4-4-2) Lars Ivar Moldskred 7 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Jordao Diogo 6 Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Óskar Örn Hauksson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 6 (64.Gunnar Örn Jónsson 5 )Guðjón Baldvinsson 8* maður leiksins (74. Björgólfur Hideaki Takefusa 5) Kjartan Henry Finnbogason 5 (61. Eggert Rafn Einarsson 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
KR-ingar byrja vel undir stjórn Rúnars Kristinssonar því KR-liðið vann 3-0 sigur á Selfossi í kvöld í fyrsta deildarleiknum síðan að Loga Ólafssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins. Þetta var fyrsti sigur KR á nýliðum í sumar en liðið hafði fyrir leikinn aðeins fengið tvö stig út úr þremur leikjum við Hauka og Selfoss. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Selfyssingar í ellefta sæti með 8 stig, en KR-ingar í því níunda með 13 stig. Með sigri gátu lærisveinar Guðmundar Benediktssonar styrkt stöðu sína og komist nær KR-ingum ,en það var að duga eða drepast fyrir gestina því það kom ekkert annað til greina en að koma heim með þrjú stig í Vesturbæinn. Leikurinn hófst með miklum látum en eftir aðeins 15 sekúnda leik komst Jón Daði Böðvarsson í gott færi en skalli hans fór beint í hendurnar á Lars Ivar í marki KR-inga. Selfyssingarnir spiluðu ágætlega fyrstu tíu mínúturnar en síðan tóku gestirnir öll völd á vellinum og fyrsta mark þeirra kom á 17. mínútu ,en þá skoraði Mark Rutgers ágæt mark eftir hornspyrnu frá Óskari Erni Haukssyni. Eftir fyrsta markið þá virtust Selfyssingar brotna niður og aðeins tíu mínútum síðar var staðan orðin 0-2. Guðjón Baldvinsson skoraði virkilega flott mark . KR-ingar höfðu sótt án afláts að marki Selfyssinga um stund þegar boltinn barst til framherjans og hann þrumaði boltanum í netið. Frábær afgreiðsla, en stuttu áður hafði Guðjón komist í algjört dauðafæri sem misfórst. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust KR-ingar í 3-0 og þá var Guðjón Baldvinsson aftur á ferðinni. Óskar Örn Hauksson átti frábært skot sem hafnaði í þverslánni en þá barst boltinn til Guðjóns sem skoraði sitt annað mark í leiknum. KR-ingar virtust loksins vera að sýna sitt rétta andlit. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri með miklum látum. Jordao Diogo fékk að líta beint rautt spjald eftir að hafa brotið á Sævari Þóri Gíslasyni sem var sloppinn einn í gegn. Jóhannes Valgeirsson var vel staðsettur og gerði það eina sem hægt var að gera að reka manninn af velli. Það gaf Selfyssingum örlitla von að vera einum fleiri í 40 mínútur en það virtist ekki skipta neinu máli. KR-ingar héldu áfram að halda boltanum innan liðsins og Selfyssingar náðu aldrei að komast í takt við leikinn. Eina færi síðari hálfleiksins kom á 84.mínútu þegar Gunnari Örn Jónsson , leikmaður KR-inga, skaut í þverslánna. Eftir mjög svo bragðdaufan seinni hálfleik þá flautaði Jóhannes Valgeirsson til leiksloka og niðurstaðan 3-0 sigur gestanna. KR-ingar eru komnir upp í áttunda sæti með 16 stig og eiga leik til góða, en Selfyssingar eru enn í næstneðsta sætinu með 8 stig. Í fyrsta sinn í langan tíma náði KR-ingar að sýna sitt rétta andlit og það verður fróðlegt að fylgjast með þeim framhaldinu.Selfoss - KR 0-3 0-1 Mark Rutgers (17.) 0-2 Guðjón Baldvinsson (27.) 0-3 Guðjón Baldvinsson (45.) Selfossvöllur - Áhorfendur: 1064 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7 Skot (á mark): 6-17 (1-8) Varin skot: Jóhann 6 - Lars 1 Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar 6-14 Rangstöður 0-2Selfoss (4-4-2 ) Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 Agnar Bragi Magnússon 4 Guðmundur Þórarinsson 4 Martin Dohlsten 4 Jean Stephane Yao Yao 3 ( 45. Arilíus Marteinsson 5) Einar Ottó Antonson 5 Jón Guðbrandsson 6 Jón Daði Böðvarsson 5 Sævar Þór Gíslason 5 Viktor Unnar Illugason 4 (66. Guessan Bi Herve 5) KR (4-4-2) Lars Ivar Moldskred 7 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Jordao Diogo 6 Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Óskar Örn Hauksson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 6 (64.Gunnar Örn Jónsson 5 )Guðjón Baldvinsson 8* maður leiksins (74. Björgólfur Hideaki Takefusa 5) Kjartan Henry Finnbogason 5 (61. Eggert Rafn Einarsson 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira