Umfjöllun: Auðveldur sigur KR-inga á lánlausum Selfyssingum Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júlí 2010 23:14 Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk á Selfossi. KR-ingar byrja vel undir stjórn Rúnars Kristinssonar því KR-liðið vann 3-0 sigur á Selfossi í kvöld í fyrsta deildarleiknum síðan að Loga Ólafssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins. Þetta var fyrsti sigur KR á nýliðum í sumar en liðið hafði fyrir leikinn aðeins fengið tvö stig út úr þremur leikjum við Hauka og Selfoss. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Selfyssingar í ellefta sæti með 8 stig, en KR-ingar í því níunda með 13 stig. Með sigri gátu lærisveinar Guðmundar Benediktssonar styrkt stöðu sína og komist nær KR-ingum ,en það var að duga eða drepast fyrir gestina því það kom ekkert annað til greina en að koma heim með þrjú stig í Vesturbæinn. Leikurinn hófst með miklum látum en eftir aðeins 15 sekúnda leik komst Jón Daði Böðvarsson í gott færi en skalli hans fór beint í hendurnar á Lars Ivar í marki KR-inga. Selfyssingarnir spiluðu ágætlega fyrstu tíu mínúturnar en síðan tóku gestirnir öll völd á vellinum og fyrsta mark þeirra kom á 17. mínútu ,en þá skoraði Mark Rutgers ágæt mark eftir hornspyrnu frá Óskari Erni Haukssyni. Eftir fyrsta markið þá virtust Selfyssingar brotna niður og aðeins tíu mínútum síðar var staðan orðin 0-2. Guðjón Baldvinsson skoraði virkilega flott mark . KR-ingar höfðu sótt án afláts að marki Selfyssinga um stund þegar boltinn barst til framherjans og hann þrumaði boltanum í netið. Frábær afgreiðsla, en stuttu áður hafði Guðjón komist í algjört dauðafæri sem misfórst. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust KR-ingar í 3-0 og þá var Guðjón Baldvinsson aftur á ferðinni. Óskar Örn Hauksson átti frábært skot sem hafnaði í þverslánni en þá barst boltinn til Guðjóns sem skoraði sitt annað mark í leiknum. KR-ingar virtust loksins vera að sýna sitt rétta andlit. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri með miklum látum. Jordao Diogo fékk að líta beint rautt spjald eftir að hafa brotið á Sævari Þóri Gíslasyni sem var sloppinn einn í gegn. Jóhannes Valgeirsson var vel staðsettur og gerði það eina sem hægt var að gera að reka manninn af velli. Það gaf Selfyssingum örlitla von að vera einum fleiri í 40 mínútur en það virtist ekki skipta neinu máli. KR-ingar héldu áfram að halda boltanum innan liðsins og Selfyssingar náðu aldrei að komast í takt við leikinn. Eina færi síðari hálfleiksins kom á 84.mínútu þegar Gunnari Örn Jónsson , leikmaður KR-inga, skaut í þverslánna. Eftir mjög svo bragðdaufan seinni hálfleik þá flautaði Jóhannes Valgeirsson til leiksloka og niðurstaðan 3-0 sigur gestanna. KR-ingar eru komnir upp í áttunda sæti með 16 stig og eiga leik til góða, en Selfyssingar eru enn í næstneðsta sætinu með 8 stig. Í fyrsta sinn í langan tíma náði KR-ingar að sýna sitt rétta andlit og það verður fróðlegt að fylgjast með þeim framhaldinu.Selfoss - KR 0-3 0-1 Mark Rutgers (17.) 0-2 Guðjón Baldvinsson (27.) 0-3 Guðjón Baldvinsson (45.) Selfossvöllur - Áhorfendur: 1064 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7 Skot (á mark): 6-17 (1-8) Varin skot: Jóhann 6 - Lars 1 Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar 6-14 Rangstöður 0-2Selfoss (4-4-2 ) Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 Agnar Bragi Magnússon 4 Guðmundur Þórarinsson 4 Martin Dohlsten 4 Jean Stephane Yao Yao 3 ( 45. Arilíus Marteinsson 5) Einar Ottó Antonson 5 Jón Guðbrandsson 6 Jón Daði Böðvarsson 5 Sævar Þór Gíslason 5 Viktor Unnar Illugason 4 (66. Guessan Bi Herve 5) KR (4-4-2) Lars Ivar Moldskred 7 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Jordao Diogo 6 Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Óskar Örn Hauksson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 6 (64.Gunnar Örn Jónsson 5 )Guðjón Baldvinsson 8* maður leiksins (74. Björgólfur Hideaki Takefusa 5) Kjartan Henry Finnbogason 5 (61. Eggert Rafn Einarsson 5) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
KR-ingar byrja vel undir stjórn Rúnars Kristinssonar því KR-liðið vann 3-0 sigur á Selfossi í kvöld í fyrsta deildarleiknum síðan að Loga Ólafssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins. Þetta var fyrsti sigur KR á nýliðum í sumar en liðið hafði fyrir leikinn aðeins fengið tvö stig út úr þremur leikjum við Hauka og Selfoss. Fyrir leiki kvöldsins í Pepsi-deildinni voru Selfyssingar í ellefta sæti með 8 stig, en KR-ingar í því níunda með 13 stig. Með sigri gátu lærisveinar Guðmundar Benediktssonar styrkt stöðu sína og komist nær KR-ingum ,en það var að duga eða drepast fyrir gestina því það kom ekkert annað til greina en að koma heim með þrjú stig í Vesturbæinn. Leikurinn hófst með miklum látum en eftir aðeins 15 sekúnda leik komst Jón Daði Böðvarsson í gott færi en skalli hans fór beint í hendurnar á Lars Ivar í marki KR-inga. Selfyssingarnir spiluðu ágætlega fyrstu tíu mínúturnar en síðan tóku gestirnir öll völd á vellinum og fyrsta mark þeirra kom á 17. mínútu ,en þá skoraði Mark Rutgers ágæt mark eftir hornspyrnu frá Óskari Erni Haukssyni. Eftir fyrsta markið þá virtust Selfyssingar brotna niður og aðeins tíu mínútum síðar var staðan orðin 0-2. Guðjón Baldvinsson skoraði virkilega flott mark . KR-ingar höfðu sótt án afláts að marki Selfyssinga um stund þegar boltinn barst til framherjans og hann þrumaði boltanum í netið. Frábær afgreiðsla, en stuttu áður hafði Guðjón komist í algjört dauðafæri sem misfórst. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust KR-ingar í 3-0 og þá var Guðjón Baldvinsson aftur á ferðinni. Óskar Örn Hauksson átti frábært skot sem hafnaði í þverslánni en þá barst boltinn til Guðjóns sem skoraði sitt annað mark í leiknum. KR-ingar virtust loksins vera að sýna sitt rétta andlit. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri með miklum látum. Jordao Diogo fékk að líta beint rautt spjald eftir að hafa brotið á Sævari Þóri Gíslasyni sem var sloppinn einn í gegn. Jóhannes Valgeirsson var vel staðsettur og gerði það eina sem hægt var að gera að reka manninn af velli. Það gaf Selfyssingum örlitla von að vera einum fleiri í 40 mínútur en það virtist ekki skipta neinu máli. KR-ingar héldu áfram að halda boltanum innan liðsins og Selfyssingar náðu aldrei að komast í takt við leikinn. Eina færi síðari hálfleiksins kom á 84.mínútu þegar Gunnari Örn Jónsson , leikmaður KR-inga, skaut í þverslánna. Eftir mjög svo bragðdaufan seinni hálfleik þá flautaði Jóhannes Valgeirsson til leiksloka og niðurstaðan 3-0 sigur gestanna. KR-ingar eru komnir upp í áttunda sæti með 16 stig og eiga leik til góða, en Selfyssingar eru enn í næstneðsta sætinu með 8 stig. Í fyrsta sinn í langan tíma náði KR-ingar að sýna sitt rétta andlit og það verður fróðlegt að fylgjast með þeim framhaldinu.Selfoss - KR 0-3 0-1 Mark Rutgers (17.) 0-2 Guðjón Baldvinsson (27.) 0-3 Guðjón Baldvinsson (45.) Selfossvöllur - Áhorfendur: 1064 Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7 Skot (á mark): 6-17 (1-8) Varin skot: Jóhann 6 - Lars 1 Horn: 6-5 Aukaspyrnur fengnar 6-14 Rangstöður 0-2Selfoss (4-4-2 ) Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 Agnar Bragi Magnússon 4 Guðmundur Þórarinsson 4 Martin Dohlsten 4 Jean Stephane Yao Yao 3 ( 45. Arilíus Marteinsson 5) Einar Ottó Antonson 5 Jón Guðbrandsson 6 Jón Daði Böðvarsson 5 Sævar Þór Gíslason 5 Viktor Unnar Illugason 4 (66. Guessan Bi Herve 5) KR (4-4-2) Lars Ivar Moldskred 7 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Mark Rutgers 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Jordao Diogo 6 Bjarni Guðjónsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Óskar Örn Hauksson 6 Viktor Bjarki Arnarsson 6 (64.Gunnar Örn Jónsson 5 )Guðjón Baldvinsson 8* maður leiksins (74. Björgólfur Hideaki Takefusa 5) Kjartan Henry Finnbogason 5 (61. Eggert Rafn Einarsson 5)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn