Íslenski boltinn

Umfjöllun: Danien Justin Warlem breytti leiknum fyrir Eyjamenn

Tryggvi Guðmundsson  skoraði tvö mörk fyrir Eyjamenn.
Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Eyjamenn. Mynd/Vilhelm
Eyjamenn eru komnir á toppinn í nokkra klukkutíma að minnsta kosti eftir 3-1 sigur á Valsmönnum á Hásteinsvellinum í Eyjum í dag. Suður-Afríkumaðurinn Danien Justin Warlem kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti leiknum fyrir Eyjamenn en Tryggvi Guðmundsson var með tvennu í leiknum.

Eyjamenn hafa þar með unnið fimm leiki í röð og alls sex leiki af síðustu sjö. Eini tapleikur ÍBV frá maílokum var á KR-vellinum þar sem þeir voru mjög óheppnir að fá ekki eitthvað út úr leiknum.

Valsmaðurinn Baldur Aðalsteinsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks strax á 9. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu og Valsmenn voru miklu betri í fyrri hálfleiknum.

Heimir Hallgrímsson gerði tvöfalda skiptingu í hálfleik og sendi þá Ásgeir Aron Ásgeirsson og Danien Justin Warlem inn á völlinn og það tók ekki langan tíma að bera árangur.

Danien Justin Warlem jafnaði leikinn eftir aðeins níu mínútur og lagði síðan upp annað mark fyrir Tryggva Guðmundsson þremur mínútum síðar.

Tryggvi Guðmundsson skoraði síðan þriðja markið þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem fyrirliðinn Andri Ólafsson fiskaði.

Eyjamenn eru þar með komnir í efsta sæti Pepsi-deildar karla þremur stigum á eftir Blikum sem mæta Fram á Laugardalsvellinum í kvöld.

ÍBV-Valur 3-1

0-1 Baldur Ingimar Aðalsteinsson ('9)

1-1 Danien Justin Warlem ('54)

2-1 Tryggvi Guðmundsson ('57)

3-1 Tryggvi Guðmundsson ('79, víti)

Áhorfendur: 919

Dómari: Valgeir Valgeirsson 5.

Skot (á mark): 9-6 (6-2)

Varin skot: 1 - 3

Horn: 2-4

Aukaspyrnur fengnar: 11-10

Rangstöður: 4-3

ÍBV (4-5-1):

Albert Sævarsson 6

Matt Garner 6

Rasmus Christiansen 7

Eiður Aron Sigurbjörnsson 6

James Hurst 5

Þórarinn Ingi Valdimarsson 4

(45., Danien Justin Warlem 7)

Tryggvi Guðmundsson 8 * Maður leiksins

Finnur Ólafsson 5

(45., Ásgeir Aron Ásgeirsson 7)

Andri Ólafsson 6

(Yngvi Magnús Borgþórsson -)

Tony Mawejje 5

Eyþór Helgi Birgisson 6

Valur (4-5-1):

Kjartan Sturluson 7

Stefán Eggertsson 6

Atli Sveinn Þórarinsson 6

Reynir Leósson 5

Greg Ross 5

Arnar Sveinn Geirsson 6

(84., Þórir Guðjónsson -)

Haukur Páll Sigurðsson 5

Sigurbjörn Hreiðarsson 6

Ian Jeffs 6

(90., Jón Vilhelm Ákason -)

Baldur Aðalsteinsson 7

(69. Guðmundur Steinn Hafsteinsson 5)

Danni König 5








Fleiri fréttir

Sjá meira


×