Beyoncé apar eftir E-label 14. ágúst 2010 10:00 Ásta Kristjánsdóttir og Heba Hallgrímsdóttir eiga saman hönnunarmerkið E-label. Söngkonan Beyoncé bættist í hóp viðskiptavina merkisins í nóvember í fyrra. Hér má sjá myndir af umræddum buxum og getur nú hver dæmt fyrir sig. Buxur í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem er í eigu söngkonunnar Beyoncé, þykja afskaplega líkar buxum frá E-label, sem söngkonan keypti í haust. „Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste,“ segir Heba Hallgrímsdóttir, annar eigandi hönnunarmerkisins E-label. Í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan Beyoncé rekur ásamt móður sinni, sést Beyoncé skarta leggingsbuxum sem eru ískyggilega líkar leggingsbuxum frá E-label. Buxurnar sem um ræðir eru hönnun Ásgríms Más Friðrikssonar og eru svartar að lit og prýddar göddum að framanverðu. Fréttablaðið greindi frá því í lok nóvember í fyrra að söngkonan hafi einmitt keypt slíkar leggings í tískuversluninni TopShop í London og því þykir þetta skrítin tilviljun. Innt eftir því hvort eigendur E-label ætli að höfða mál gegn söngkonunni segist Heba ekki geta sagt til um það að svo stöddu. „Ég var bara að heyra af þessu og því hefur engin ákvörðun verið tekin. Við þurfum að skoða buxurnar frá henni betur því samkvæmt lögum telst það ekki stuldur ef ákveðin mörg atriði eru frábrugðin upprunalegu hönnuninni,“ segir Heba og bætir við að þegar Beyoncé hafi keypt leggingsbuxurnar voru þær seldar í Edit deild TopShop sem selur hönnun lítilla og óþekktra hönnuða. Aðspurð segir Heba þær ekki hafa skráð hönnun sína en telur að vegna fréttaflutnings bæði hér á landi og erlendis geti þær auðveldlega sannað sitt mál komi til þess. „En ef fólk vill kaupa upprunalegu buxurnar þá getur það kíkt til okkar á Laugavegi 27,“ segir Heba að lokum og hlær. -sm Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Buxur í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem er í eigu söngkonunnar Beyoncé, þykja afskaplega líkar buxum frá E-label, sem söngkonan keypti í haust. „Þetta er náttúrulega rosalegt og maður er í hálfgerðu sjokki. Ég kveikti ekki strax á því að þetta væri hennar lína heldur hélt ég að hún væri í leggings frá okkur. Þetta er nánast bara Copy/paste,“ segir Heba Hallgrímsdóttir, annar eigandi hönnunarmerkisins E-label. Í nýrri haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan Beyoncé rekur ásamt móður sinni, sést Beyoncé skarta leggingsbuxum sem eru ískyggilega líkar leggingsbuxum frá E-label. Buxurnar sem um ræðir eru hönnun Ásgríms Más Friðrikssonar og eru svartar að lit og prýddar göddum að framanverðu. Fréttablaðið greindi frá því í lok nóvember í fyrra að söngkonan hafi einmitt keypt slíkar leggings í tískuversluninni TopShop í London og því þykir þetta skrítin tilviljun. Innt eftir því hvort eigendur E-label ætli að höfða mál gegn söngkonunni segist Heba ekki geta sagt til um það að svo stöddu. „Ég var bara að heyra af þessu og því hefur engin ákvörðun verið tekin. Við þurfum að skoða buxurnar frá henni betur því samkvæmt lögum telst það ekki stuldur ef ákveðin mörg atriði eru frábrugðin upprunalegu hönnuninni,“ segir Heba og bætir við að þegar Beyoncé hafi keypt leggingsbuxurnar voru þær seldar í Edit deild TopShop sem selur hönnun lítilla og óþekktra hönnuða. Aðspurð segir Heba þær ekki hafa skráð hönnun sína en telur að vegna fréttaflutnings bæði hér á landi og erlendis geti þær auðveldlega sannað sitt mál komi til þess. „En ef fólk vill kaupa upprunalegu buxurnar þá getur það kíkt til okkar á Laugavegi 27,“ segir Heba að lokum og hlær. -sm
Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira