Keyrð 30 kílómetra leið í skólann 8. nóvember 2009 18:56 Grunnskólakennslu hefur verið hætt á Kópaskeri og eru börnin nú keyrð 30 kílómetra leið í sveitaskóla. Bænaskjöl og kærumál heimamanna gegn þessari ráðstöfun hafa engu breytt. Skólabíllinn er að renna inn á Kópasker. 23 börn eru að koma heim úr skólanum, búin að keyra í rútunni alls 60 kílómetra þennan daginn. Það skrýtna er að rútan stoppar beint fyrir utan veglegt hús, sem þar til í haust var grunnskóli Kópaskers og helsta stolt byggðarinnar. Þar hlaupa ekki lengur ærslafullir skólakrakkar um ganga og er nema von að María Hermundardóttir, formaður Samtaka velunnara Kópaskersskóla, segi það blóðugt. Hún segir fimm störf við skólann hafa tapast úr þorpinu, og eigendur einu verslunarinnar á staðnum brugðust við í haust með því að loka og flytja suður. Reyndar ákváðu önnur hjón að taka við keflinu og opna búðina á ný. Nærri 200 manns bjuggu á Kópaskeri þegar mest fyrir aldarfjórðungi, um það leyti sem skólinn var byggður, en hefur síðan fækkað niður í 130. Sveitarstjórn Norðurþings, með höfuðstöðvar á Húsavík, ákvað í vor að reka einungis grunnskólann að Lundi fyrir Öxarfjörð, Kópasker og Kelduhverfi. Á þessu stóra svæði eru nú einungis 48 börn á grunnskólaaldri, voru 74 fyrir fáum árum, og Lundur var valinn af því hann er miðsvæðis. Faglegar ástæður virðast ekki síður hafa ráðið ákvörðun en fjárhagslegar, að það væri betra fyrir velferð barnanna að hafa þau saman í einum skóla, enda hefðu aðeins 13 börn verið í skólanum á Kópaskeri í vetur að óbreyttu, sem var bara fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Kópaskersbúar hafa skrifað sveitarstjórninni, safnað undirskriftum og kært til ráðuneytis, allt án árangurs, og næst á kæra til umboðsmanns Alþingis. Það breytir þó litlu um kjarna þessa máls, sem er stórfelld fækkun barna í héraðinu, eins og víðast hvar í dreifbýlinu. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Grunnskólakennslu hefur verið hætt á Kópaskeri og eru börnin nú keyrð 30 kílómetra leið í sveitaskóla. Bænaskjöl og kærumál heimamanna gegn þessari ráðstöfun hafa engu breytt. Skólabíllinn er að renna inn á Kópasker. 23 börn eru að koma heim úr skólanum, búin að keyra í rútunni alls 60 kílómetra þennan daginn. Það skrýtna er að rútan stoppar beint fyrir utan veglegt hús, sem þar til í haust var grunnskóli Kópaskers og helsta stolt byggðarinnar. Þar hlaupa ekki lengur ærslafullir skólakrakkar um ganga og er nema von að María Hermundardóttir, formaður Samtaka velunnara Kópaskersskóla, segi það blóðugt. Hún segir fimm störf við skólann hafa tapast úr þorpinu, og eigendur einu verslunarinnar á staðnum brugðust við í haust með því að loka og flytja suður. Reyndar ákváðu önnur hjón að taka við keflinu og opna búðina á ný. Nærri 200 manns bjuggu á Kópaskeri þegar mest fyrir aldarfjórðungi, um það leyti sem skólinn var byggður, en hefur síðan fækkað niður í 130. Sveitarstjórn Norðurþings, með höfuðstöðvar á Húsavík, ákvað í vor að reka einungis grunnskólann að Lundi fyrir Öxarfjörð, Kópasker og Kelduhverfi. Á þessu stóra svæði eru nú einungis 48 börn á grunnskólaaldri, voru 74 fyrir fáum árum, og Lundur var valinn af því hann er miðsvæðis. Faglegar ástæður virðast ekki síður hafa ráðið ákvörðun en fjárhagslegar, að það væri betra fyrir velferð barnanna að hafa þau saman í einum skóla, enda hefðu aðeins 13 börn verið í skólanum á Kópaskeri í vetur að óbreyttu, sem var bara fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Kópaskersbúar hafa skrifað sveitarstjórninni, safnað undirskriftum og kært til ráðuneytis, allt án árangurs, og næst á kæra til umboðsmanns Alþingis. Það breytir þó litlu um kjarna þessa máls, sem er stórfelld fækkun barna í héraðinu, eins og víðast hvar í dreifbýlinu.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira