Keyrð 30 kílómetra leið í skólann 8. nóvember 2009 18:56 Grunnskólakennslu hefur verið hætt á Kópaskeri og eru börnin nú keyrð 30 kílómetra leið í sveitaskóla. Bænaskjöl og kærumál heimamanna gegn þessari ráðstöfun hafa engu breytt. Skólabíllinn er að renna inn á Kópasker. 23 börn eru að koma heim úr skólanum, búin að keyra í rútunni alls 60 kílómetra þennan daginn. Það skrýtna er að rútan stoppar beint fyrir utan veglegt hús, sem þar til í haust var grunnskóli Kópaskers og helsta stolt byggðarinnar. Þar hlaupa ekki lengur ærslafullir skólakrakkar um ganga og er nema von að María Hermundardóttir, formaður Samtaka velunnara Kópaskersskóla, segi það blóðugt. Hún segir fimm störf við skólann hafa tapast úr þorpinu, og eigendur einu verslunarinnar á staðnum brugðust við í haust með því að loka og flytja suður. Reyndar ákváðu önnur hjón að taka við keflinu og opna búðina á ný. Nærri 200 manns bjuggu á Kópaskeri þegar mest fyrir aldarfjórðungi, um það leyti sem skólinn var byggður, en hefur síðan fækkað niður í 130. Sveitarstjórn Norðurþings, með höfuðstöðvar á Húsavík, ákvað í vor að reka einungis grunnskólann að Lundi fyrir Öxarfjörð, Kópasker og Kelduhverfi. Á þessu stóra svæði eru nú einungis 48 börn á grunnskólaaldri, voru 74 fyrir fáum árum, og Lundur var valinn af því hann er miðsvæðis. Faglegar ástæður virðast ekki síður hafa ráðið ákvörðun en fjárhagslegar, að það væri betra fyrir velferð barnanna að hafa þau saman í einum skóla, enda hefðu aðeins 13 börn verið í skólanum á Kópaskeri í vetur að óbreyttu, sem var bara fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Kópaskersbúar hafa skrifað sveitarstjórninni, safnað undirskriftum og kært til ráðuneytis, allt án árangurs, og næst á kæra til umboðsmanns Alþingis. Það breytir þó litlu um kjarna þessa máls, sem er stórfelld fækkun barna í héraðinu, eins og víðast hvar í dreifbýlinu. Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Grunnskólakennslu hefur verið hætt á Kópaskeri og eru börnin nú keyrð 30 kílómetra leið í sveitaskóla. Bænaskjöl og kærumál heimamanna gegn þessari ráðstöfun hafa engu breytt. Skólabíllinn er að renna inn á Kópasker. 23 börn eru að koma heim úr skólanum, búin að keyra í rútunni alls 60 kílómetra þennan daginn. Það skrýtna er að rútan stoppar beint fyrir utan veglegt hús, sem þar til í haust var grunnskóli Kópaskers og helsta stolt byggðarinnar. Þar hlaupa ekki lengur ærslafullir skólakrakkar um ganga og er nema von að María Hermundardóttir, formaður Samtaka velunnara Kópaskersskóla, segi það blóðugt. Hún segir fimm störf við skólann hafa tapast úr þorpinu, og eigendur einu verslunarinnar á staðnum brugðust við í haust með því að loka og flytja suður. Reyndar ákváðu önnur hjón að taka við keflinu og opna búðina á ný. Nærri 200 manns bjuggu á Kópaskeri þegar mest fyrir aldarfjórðungi, um það leyti sem skólinn var byggður, en hefur síðan fækkað niður í 130. Sveitarstjórn Norðurþings, með höfuðstöðvar á Húsavík, ákvað í vor að reka einungis grunnskólann að Lundi fyrir Öxarfjörð, Kópasker og Kelduhverfi. Á þessu stóra svæði eru nú einungis 48 börn á grunnskólaaldri, voru 74 fyrir fáum árum, og Lundur var valinn af því hann er miðsvæðis. Faglegar ástæður virðast ekki síður hafa ráðið ákvörðun en fjárhagslegar, að það væri betra fyrir velferð barnanna að hafa þau saman í einum skóla, enda hefðu aðeins 13 börn verið í skólanum á Kópaskeri í vetur að óbreyttu, sem var bara fyrir fyrsta til sjöunda bekk. Kópaskersbúar hafa skrifað sveitarstjórninni, safnað undirskriftum og kært til ráðuneytis, allt án árangurs, og næst á kæra til umboðsmanns Alþingis. Það breytir þó litlu um kjarna þessa máls, sem er stórfelld fækkun barna í héraðinu, eins og víðast hvar í dreifbýlinu.
Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira