Lán AGS frestast um mánuð Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 30. júlí 2009 22:20 Franek Rozwadowski, fastafulltrúi AGS á Íslandi. Yfirvöldum hefur nú borist formleg staðfesting á því að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni ekki taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands áður en hún fer í tveggja vikna sumarleyfi þann 7. ágúst líkt og að var stefnt, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Í tilkynningunni segir að þessi ákvörðun sé tekin þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi uppfyllt skilyrði fyrir endurskoðun efnahagsáætlunarinnar, meðal annars með áætlun í ríkisfjármálum, samningum við skilanefndir bankanna, áætlun um endurfjármögnun bankakerfisins og undirritun samninga vegna Icesave. Sjóðurinn hefur staðreynt að fjármögnun efnahagsáætlunarinnar með greiðslum frá utanaðkomandi aðilum, meðal annars Norðurlöndunum, hafi ekki verið tryggð. Umsamin norræn lán eru mikilvægur hluti efnahagsáætlunarinnar og verður aðgengi að þeim að vera að fullu tryggt áður en framkvæmdastjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins telur sig geta gengið frá endurskoðun efnahagsáætlunarinnar. Vonast er til að framkvæmdastjórnin geti tekið málefni Íslands til endurskoðunar í lok ágúst eða í byrjun september og þá berist annar hluti 2,1 milljarða Bandaríkjadala láns sjóðsins og fyrsti fjórðungur 2,5 milljarða dala láns Norðurlandanna til styrkingar gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag átti næsti hluti lánsins, um 155 milljónir dala, að greiðast við fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunarinnar í febrúar síðastliðnum. Síðan áttu 155 milljónir dala að berast í jöfnum greiðslum eftir það. Ísland hefur hins vegar ekki fengið krónu frá sjóðnum eftir að fyrsti hluti lánsins, 827 milljónir dala, var greiddur í nóvember á síðasta ári. Blaðamannafundur verður haldinn um málið á morgun, en í tilkynningunni kemur fram að áætlun um mótun stefnu um gjaldeyrishöftin verði jafnframt kynnt á morgun. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Yfirvöldum hefur nú borist formleg staðfesting á því að framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni ekki taka fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands áður en hún fer í tveggja vikna sumarleyfi þann 7. ágúst líkt og að var stefnt, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Í tilkynningunni segir að þessi ákvörðun sé tekin þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi uppfyllt skilyrði fyrir endurskoðun efnahagsáætlunarinnar, meðal annars með áætlun í ríkisfjármálum, samningum við skilanefndir bankanna, áætlun um endurfjármögnun bankakerfisins og undirritun samninga vegna Icesave. Sjóðurinn hefur staðreynt að fjármögnun efnahagsáætlunarinnar með greiðslum frá utanaðkomandi aðilum, meðal annars Norðurlöndunum, hafi ekki verið tryggð. Umsamin norræn lán eru mikilvægur hluti efnahagsáætlunarinnar og verður aðgengi að þeim að vera að fullu tryggt áður en framkvæmdastjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins telur sig geta gengið frá endurskoðun efnahagsáætlunarinnar. Vonast er til að framkvæmdastjórnin geti tekið málefni Íslands til endurskoðunar í lok ágúst eða í byrjun september og þá berist annar hluti 2,1 milljarða Bandaríkjadala láns sjóðsins og fyrsti fjórðungur 2,5 milljarða dala láns Norðurlandanna til styrkingar gjaldeyrisvaraforða Seðlabanka Íslands. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag átti næsti hluti lánsins, um 155 milljónir dala, að greiðast við fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunarinnar í febrúar síðastliðnum. Síðan áttu 155 milljónir dala að berast í jöfnum greiðslum eftir það. Ísland hefur hins vegar ekki fengið krónu frá sjóðnum eftir að fyrsti hluti lánsins, 827 milljónir dala, var greiddur í nóvember á síðasta ári. Blaðamannafundur verður haldinn um málið á morgun, en í tilkynningunni kemur fram að áætlun um mótun stefnu um gjaldeyrishöftin verði jafnframt kynnt á morgun.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira