Höfðu forgöngu eða vitneskju um milljónastyrki 13. apríl 2009 18:38 Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006. Fyrrverandi samstarfsflokkur þeirra þáði einnig tugi milljóna í styrki frá bönkum og eigendum þeirra þetta sama ár. Bankarnir og félög að baki bönkunum voru stórtæk í styrkveitingum til Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar árið 2006, en flokkarnir hófu samstarf í ríkisstjórn vorið 2007. Sjálfstæðisflokkurinn fékk á árinu 2006 milljóna styrki frá bönkum og stærstu eigendum þeirra, ekki eingöngu risastyrki frá Landsbanka og FL group,. sem Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins hefur gengist við að hafa tekið við. Samfylkingin fékk líka milljóna styrki frá bönkunum og félögum sem ýmist voru stórir eigendur þar eða í eigu tengdra aðila. Menn sem þekkja vel til innan samfylkingarinnar fullyrða við fréttastofu að milljóna styrkir hefðu ekki komið til án milligöngu eða vitneskju Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þáverandi formanns samfylkingarinnar og Össurar Skarphéðinssonar fyrrverandi formanns. Aðrir samfylkingarmenn sem gjörþekkja til fjármála flokksins neita þessu ekki. Hvorki hefur náðst í Ingibjörgu né Össur. Heimildir fréttastofu herma einnig að Samfylkingin hafi ekki fengið styrki af þessari stærðargráðu fyrr en árið 2006. Þeir eru háir enda þótt þeir kunni að virðast smáir miðað við risastyrkina sem Sjálfstæðisflokkurinn tók við. Nefna má að Alþingi ákvað sjálft að miða við 300 þúsund króna hámakrsstyrk. Enginn sá ástæðu til að viðurkenna eða upplýsa neitt um þessar styrkveitingar fyrr en fréttastofa Stöðvar tvö upplýsti um risastyrk FL group til Sjálfstæðsflokksins, skömmu áður en lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi. Ríkisstjórn undir forystu Geir H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. var enn starfandi í ársbyrjun 2008, þegar alvarlegar viðvaranir komu um stöðu bankanna. Viðbrögð þeirra voru að fara út í heim með bankamönnum til þess að sannfæra fólk um ágæti íslenska fjármálakerfisins. Kosningar 2009 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar höfðu forgöngu eða vitneskju um marga milljónastyrki sem flokkurinn fékk frá bönkum og eigendum þeirra árið 2006. Fyrrverandi samstarfsflokkur þeirra þáði einnig tugi milljóna í styrki frá bönkum og eigendum þeirra þetta sama ár. Bankarnir og félög að baki bönkunum voru stórtæk í styrkveitingum til Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar árið 2006, en flokkarnir hófu samstarf í ríkisstjórn vorið 2007. Sjálfstæðisflokkurinn fékk á árinu 2006 milljóna styrki frá bönkum og stærstu eigendum þeirra, ekki eingöngu risastyrki frá Landsbanka og FL group,. sem Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins hefur gengist við að hafa tekið við. Samfylkingin fékk líka milljóna styrki frá bönkunum og félögum sem ýmist voru stórir eigendur þar eða í eigu tengdra aðila. Menn sem þekkja vel til innan samfylkingarinnar fullyrða við fréttastofu að milljóna styrkir hefðu ekki komið til án milligöngu eða vitneskju Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þáverandi formanns samfylkingarinnar og Össurar Skarphéðinssonar fyrrverandi formanns. Aðrir samfylkingarmenn sem gjörþekkja til fjármála flokksins neita þessu ekki. Hvorki hefur náðst í Ingibjörgu né Össur. Heimildir fréttastofu herma einnig að Samfylkingin hafi ekki fengið styrki af þessari stærðargráðu fyrr en árið 2006. Þeir eru háir enda þótt þeir kunni að virðast smáir miðað við risastyrkina sem Sjálfstæðisflokkurinn tók við. Nefna má að Alþingi ákvað sjálft að miða við 300 þúsund króna hámakrsstyrk. Enginn sá ástæðu til að viðurkenna eða upplýsa neitt um þessar styrkveitingar fyrr en fréttastofa Stöðvar tvö upplýsti um risastyrk FL group til Sjálfstæðsflokksins, skömmu áður en lög um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi. Ríkisstjórn undir forystu Geir H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. var enn starfandi í ársbyrjun 2008, þegar alvarlegar viðvaranir komu um stöðu bankanna. Viðbrögð þeirra voru að fara út í heim með bankamönnum til þess að sannfæra fólk um ágæti íslenska fjármálakerfisins.
Kosningar 2009 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira