Lífið

Nýr og spennandi fréttavefur

"Þó að fréttirnar fjalli vissulega að mestu leyti um háskólasamfélagið, þá er ekki þar með sagt að þær eigi ekkert erindi við aðra,“ segir Díana Dögg.
"Þó að fréttirnar fjalli vissulega að mestu leyti um háskólasamfélagið, þá er ekki þar með sagt að þær eigi ekkert erindi við aðra,“ segir Díana Dögg.
Stúdentar og aðrir flykkjast á student.is sem er fréttavefur þar sem fjallað er um háskólalífið frá öllum hugsanlegum sjónarhornum. Vefurinn er hluti af lokaverkefni Díönu Daggar Víglundsdóttur meistaranema í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.

„Eitt af verkefnum mínum í náminu var að búa til fréttavef. Þá fékk ég hugmyndina að vef sem fjallaði um háskólalífið. Kennaranum mínum leist vel á þetta og ég bar hugmyndina síðan undir markaðs- og samskiptasvið HÍ. Ég sá líka fyrir mér að vefurinn væri gott námstæki fyrir nema í blaða- og fréttamennsku."

Díana Dögg starfar nú sem verkefnastjóri í vefdeild háskólans og hefur meðal annars umsjón með student.is. Hún segir að vefurinn láti sér fátt óviðkomandi og að þar sé fjallað um allt sem viðkemur háskólalífinu. „Þetta er 16.000 manna samfélag og hér gerist svo margt áhugavert."

Meistaranemar í blaða- og fréttamennsku ritstýra vefnum og þar má meðal annars finna útvarps- og sjónvarpsfréttir. Einnig koma fjölmargir aðrir að vefnum, til dæmis er þar bókmenntagagnrýni frá nemum í bókmenntafræði, stúdentaráð og félagsstofnun stúdenta kemur þar ýmsum upplýsingum á framfæri

Á vefurinn einungis erindi við stúdenta við Háskóla Íslands? „Nei, alls ekki. Þó að fréttirnar fjalli vissulega að mestu leyti um háskólasamfélagið, þá er ekki þar með sagt að þær eigi ekkert erindi við aðra," segir Díana Dögg.

Hér er hægt að fara á vefinn

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×