Enski boltinn

Adebayor: Ég gerði ekkert rangt

Ómar Þorgeirsson skrifar
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor. Nordic photos/AFP

Framherjinn Emmanuel Adebayor hjá Manchester City hefur enn ekkert heyrt frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hann fagnaði marki sínu í 4-2 sigrinum gegn sínum gömlu félögum í Arsenal fyrir framan stuðningsmenn Lundúnafélagsins.

Þá gæti Adebayor einnig verið refsað fyrir að stíga á andlit Robin van Persie en framherjinn telur sig ekki eiga skilið bann.

„Ég veit ekki hvað ég gerði rangt. Ég hef heldur hvorki heyrt frá lögreglunni né enska knattspyrnusambandinu. Ég viðurkenni að það var heimskulegt hjá mér að hlaupa upp að stuðningsmönnum Arsenal en ég gerði það vegna þess að þeir voru búnir að vera að hrópa svívirðingar til mín allan leikinn og fyrir leikinn.

Þetta var ekkert planað hjá mér, alls ekki. Ég vill því biðja starfsmenn vallarins afsökunar á hegðun minni og því veseni sem hún kann hafa valdið fyrir starf þeirra. Ég bað Van Persie líka afsökunnar eftir leikinn á óviljaverkinu en hann vildi þá ekki einu sinni tala við mig," segir Adebayor í viðtali við The Sun.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×