Enski boltinn

Sir Alex Ferguson: Vill mæta liði sonar síns í næstu umferð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og Mick McCarthy, stjóri Wolves.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United og Mick McCarthy, stjóri Wolves. Mynd/AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United gat verið ánægður þrátt fyrir aðeins 1-0 sigur á Wolves á heimavelli í enska deildarbikarnum í kvöld því hans menn þurftu að spila tíu á móti ellefu síðasta klukkutímann í leiknum.

„Það er ekki hægt að mótmæla þessu rauða spjaldi sem Fabio fékk. Hann er bara 18 ára gamall og þroskast bara við þessa reynslu," sagði Sir Alex Ferguson.

„Wolves ógnaði okkur í skyndisóknunum áður en við urðu manni færri en við vorum agaðir síðasta klukkutímann sem var ánægjulegt. Þetta félag gefst aldrei upp og sigurmarkið var stórglæsilegt," sagði Ferguson.

„Hverja vil ég fá næst? Ég vil frá Peterborough á heimavelli og öll fjölskyldan ætti að vera ánægð með það," sagði Ferguson í léttum tón en sonur hans Darren er stjóri Peterborough sem sló út Newcastle 2-0 í gærkvöldi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×