Enski boltinn

Scolari vill að brottvísun Lampard verði afturkölluð

NordicPhotos/GettyImages

Luiz Felipe Scolari knattspyrnustjóri Chelsea vill að rauða spjaldið sem Frank Lampard fékk að líta í leiknum við Liverpool í gær verði dregið til baka.

Lampard fékk reisupassann eftir tæklingu á Xabi Alonso og þótti dómurinn nokkuð strangur.

"Ég vil ekki gagnrýna dómarann. Það eina sem ég fer fram á að hann geri er að kíkja á atvikið aftur með fulltrúum knattspyrnusambandsins. Ef þeir eru sammála um að Lampard hafi ekki átt skilið rautt spjald, afturkalla þeir kannski spjaldið," sagði Scolari.

Brasilíumaðurinn var annars auðmjúkur eftir leikinn og sagði að þó hans menn hefðu haldið í við heimamenn fram að rauða spjaldinu - hefðu þeir einfaldlega ekki leikið nógu vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×