Stórtap á rekstri West Ham - meingölluð fjárhagsstefna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2009 09:30 Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon voru fyrst sameiginlega í forsvari fyrir West Ham. Nordic Photos / Getty Images Ársreikningar West Ham sýna að félagið tapaði gríðarlega miklu fé á síðasta ári og að félagið sé stórskuldugt. Fjármálastjóri félagsins segir að viðskiptastefna West Ham þegar það var í eigu Björgólfs Guðmundssonar hafi verið meingölluð. Þetta kemur fram í frétt breska dagblaðsins The Guardian sem hefur ársreikningana í sínum fórum. West Ham tapaði 37,4 milljónum punda á síðasta ári, um 7,7 milljörðum króna. Björgólfur bætti fyrir það tap með því að leggja til 30,5 milljónir punda í félagið auk þess sem það tók bankalán upp á sautján milljónir punda til viðbótar. Til viðbótar eru skuldir og ábyrgðir West Ham nú nærri 100 milljónum punda, um 20 milljarða króna. West Ham er nú í eigu CB Holding, eignarhaldsfélag sem er dótturfyrirtæki Straums-Burðaráss sem nú er í greiðslustöðvun. Skilanefnd bankans er því í raun eigandi CB Holding. Þetta er allt miðað við reikninga síðasta árs. Félagið hefur enn ekki lagt fram reikninga fyrir fyrri hluta ársins 2009 og því ekki víst að ársreikningarnir gefi rétta mynd af stöðu félagsins. Framtíðin er þó ekki björt og segir Nick Igoe, fjármálastjóri, að litlu hefði mátt muna að félagið hefði farið í greiðslustöðvun. Það hafi aðeins verið vegna góðvildar lánadrottna félagsins að svo fór ekki. „Viðskiptastefna sem byggir á góðvild lánastofnanna er í grunninn meingölluð," sagði Igoe og bætti því við að rekstrartap og launakostnaður hafi verið ástæðan fyrir vandræðum félagsins. Félagið gat ekki lengur staðið við launakostnaðinn og hafi því þurft að selja leikmenn eins og Craig Bellamy, Anton Ferdinand, Bobby Zamora og Matthew Ethrington. Aðalstyrktaraðili West Ham, XL, fór svo á hausinn sem er talið hafa kostað félagið fjórar milljónir punda í tekjutap. Þá reyndist hið svokallaða Tevez-mál félaginu afar dýrt en West Ham þarf að greiða Sheffield United 21 milljón punda vegna þess. „Það er einnig ljóst að ýmsar fjárfestingar sem félagið gerði undir stjórn Björgólfs á leikmannamarkaðnum reyndust ekki skynsamlegar," bætti Igoe við. „West Ham keypti þrjá dýra leikmenn tímabilið 2007-8 sem kostuðu meira en 20 milljónir punda. Árslaun þeirra voru meira en tólf milljónir punda. Þessir þrír leikmenn voru alls í byrjunarliðinu í 36 skipti allt tímabilið." Leikmennirnir sem hér um ræðir eru þeir Freddie Ljungberg, Craig Bellamy og Kieron Dyer. Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Ársreikningar West Ham sýna að félagið tapaði gríðarlega miklu fé á síðasta ári og að félagið sé stórskuldugt. Fjármálastjóri félagsins segir að viðskiptastefna West Ham þegar það var í eigu Björgólfs Guðmundssonar hafi verið meingölluð. Þetta kemur fram í frétt breska dagblaðsins The Guardian sem hefur ársreikningana í sínum fórum. West Ham tapaði 37,4 milljónum punda á síðasta ári, um 7,7 milljörðum króna. Björgólfur bætti fyrir það tap með því að leggja til 30,5 milljónir punda í félagið auk þess sem það tók bankalán upp á sautján milljónir punda til viðbótar. Til viðbótar eru skuldir og ábyrgðir West Ham nú nærri 100 milljónum punda, um 20 milljarða króna. West Ham er nú í eigu CB Holding, eignarhaldsfélag sem er dótturfyrirtæki Straums-Burðaráss sem nú er í greiðslustöðvun. Skilanefnd bankans er því í raun eigandi CB Holding. Þetta er allt miðað við reikninga síðasta árs. Félagið hefur enn ekki lagt fram reikninga fyrir fyrri hluta ársins 2009 og því ekki víst að ársreikningarnir gefi rétta mynd af stöðu félagsins. Framtíðin er þó ekki björt og segir Nick Igoe, fjármálastjóri, að litlu hefði mátt muna að félagið hefði farið í greiðslustöðvun. Það hafi aðeins verið vegna góðvildar lánadrottna félagsins að svo fór ekki. „Viðskiptastefna sem byggir á góðvild lánastofnanna er í grunninn meingölluð," sagði Igoe og bætti því við að rekstrartap og launakostnaður hafi verið ástæðan fyrir vandræðum félagsins. Félagið gat ekki lengur staðið við launakostnaðinn og hafi því þurft að selja leikmenn eins og Craig Bellamy, Anton Ferdinand, Bobby Zamora og Matthew Ethrington. Aðalstyrktaraðili West Ham, XL, fór svo á hausinn sem er talið hafa kostað félagið fjórar milljónir punda í tekjutap. Þá reyndist hið svokallaða Tevez-mál félaginu afar dýrt en West Ham þarf að greiða Sheffield United 21 milljón punda vegna þess. „Það er einnig ljóst að ýmsar fjárfestingar sem félagið gerði undir stjórn Björgólfs á leikmannamarkaðnum reyndust ekki skynsamlegar," bætti Igoe við. „West Ham keypti þrjá dýra leikmenn tímabilið 2007-8 sem kostuðu meira en 20 milljónir punda. Árslaun þeirra voru meira en tólf milljónir punda. Þessir þrír leikmenn voru alls í byrjunarliðinu í 36 skipti allt tímabilið." Leikmennirnir sem hér um ræðir eru þeir Freddie Ljungberg, Craig Bellamy og Kieron Dyer.
Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira