Stórtap á rekstri West Ham - meingölluð fjárhagsstefna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2009 09:30 Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon voru fyrst sameiginlega í forsvari fyrir West Ham. Nordic Photos / Getty Images Ársreikningar West Ham sýna að félagið tapaði gríðarlega miklu fé á síðasta ári og að félagið sé stórskuldugt. Fjármálastjóri félagsins segir að viðskiptastefna West Ham þegar það var í eigu Björgólfs Guðmundssonar hafi verið meingölluð. Þetta kemur fram í frétt breska dagblaðsins The Guardian sem hefur ársreikningana í sínum fórum. West Ham tapaði 37,4 milljónum punda á síðasta ári, um 7,7 milljörðum króna. Björgólfur bætti fyrir það tap með því að leggja til 30,5 milljónir punda í félagið auk þess sem það tók bankalán upp á sautján milljónir punda til viðbótar. Til viðbótar eru skuldir og ábyrgðir West Ham nú nærri 100 milljónum punda, um 20 milljarða króna. West Ham er nú í eigu CB Holding, eignarhaldsfélag sem er dótturfyrirtæki Straums-Burðaráss sem nú er í greiðslustöðvun. Skilanefnd bankans er því í raun eigandi CB Holding. Þetta er allt miðað við reikninga síðasta árs. Félagið hefur enn ekki lagt fram reikninga fyrir fyrri hluta ársins 2009 og því ekki víst að ársreikningarnir gefi rétta mynd af stöðu félagsins. Framtíðin er þó ekki björt og segir Nick Igoe, fjármálastjóri, að litlu hefði mátt muna að félagið hefði farið í greiðslustöðvun. Það hafi aðeins verið vegna góðvildar lánadrottna félagsins að svo fór ekki. „Viðskiptastefna sem byggir á góðvild lánastofnanna er í grunninn meingölluð," sagði Igoe og bætti því við að rekstrartap og launakostnaður hafi verið ástæðan fyrir vandræðum félagsins. Félagið gat ekki lengur staðið við launakostnaðinn og hafi því þurft að selja leikmenn eins og Craig Bellamy, Anton Ferdinand, Bobby Zamora og Matthew Ethrington. Aðalstyrktaraðili West Ham, XL, fór svo á hausinn sem er talið hafa kostað félagið fjórar milljónir punda í tekjutap. Þá reyndist hið svokallaða Tevez-mál félaginu afar dýrt en West Ham þarf að greiða Sheffield United 21 milljón punda vegna þess. „Það er einnig ljóst að ýmsar fjárfestingar sem félagið gerði undir stjórn Björgólfs á leikmannamarkaðnum reyndust ekki skynsamlegar," bætti Igoe við. „West Ham keypti þrjá dýra leikmenn tímabilið 2007-8 sem kostuðu meira en 20 milljónir punda. Árslaun þeirra voru meira en tólf milljónir punda. Þessir þrír leikmenn voru alls í byrjunarliðinu í 36 skipti allt tímabilið." Leikmennirnir sem hér um ræðir eru þeir Freddie Ljungberg, Craig Bellamy og Kieron Dyer. Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Ársreikningar West Ham sýna að félagið tapaði gríðarlega miklu fé á síðasta ári og að félagið sé stórskuldugt. Fjármálastjóri félagsins segir að viðskiptastefna West Ham þegar það var í eigu Björgólfs Guðmundssonar hafi verið meingölluð. Þetta kemur fram í frétt breska dagblaðsins The Guardian sem hefur ársreikningana í sínum fórum. West Ham tapaði 37,4 milljónum punda á síðasta ári, um 7,7 milljörðum króna. Björgólfur bætti fyrir það tap með því að leggja til 30,5 milljónir punda í félagið auk þess sem það tók bankalán upp á sautján milljónir punda til viðbótar. Til viðbótar eru skuldir og ábyrgðir West Ham nú nærri 100 milljónum punda, um 20 milljarða króna. West Ham er nú í eigu CB Holding, eignarhaldsfélag sem er dótturfyrirtæki Straums-Burðaráss sem nú er í greiðslustöðvun. Skilanefnd bankans er því í raun eigandi CB Holding. Þetta er allt miðað við reikninga síðasta árs. Félagið hefur enn ekki lagt fram reikninga fyrir fyrri hluta ársins 2009 og því ekki víst að ársreikningarnir gefi rétta mynd af stöðu félagsins. Framtíðin er þó ekki björt og segir Nick Igoe, fjármálastjóri, að litlu hefði mátt muna að félagið hefði farið í greiðslustöðvun. Það hafi aðeins verið vegna góðvildar lánadrottna félagsins að svo fór ekki. „Viðskiptastefna sem byggir á góðvild lánastofnanna er í grunninn meingölluð," sagði Igoe og bætti því við að rekstrartap og launakostnaður hafi verið ástæðan fyrir vandræðum félagsins. Félagið gat ekki lengur staðið við launakostnaðinn og hafi því þurft að selja leikmenn eins og Craig Bellamy, Anton Ferdinand, Bobby Zamora og Matthew Ethrington. Aðalstyrktaraðili West Ham, XL, fór svo á hausinn sem er talið hafa kostað félagið fjórar milljónir punda í tekjutap. Þá reyndist hið svokallaða Tevez-mál félaginu afar dýrt en West Ham þarf að greiða Sheffield United 21 milljón punda vegna þess. „Það er einnig ljóst að ýmsar fjárfestingar sem félagið gerði undir stjórn Björgólfs á leikmannamarkaðnum reyndust ekki skynsamlegar," bætti Igoe við. „West Ham keypti þrjá dýra leikmenn tímabilið 2007-8 sem kostuðu meira en 20 milljónir punda. Árslaun þeirra voru meira en tólf milljónir punda. Þessir þrír leikmenn voru alls í byrjunarliðinu í 36 skipti allt tímabilið." Leikmennirnir sem hér um ræðir eru þeir Freddie Ljungberg, Craig Bellamy og Kieron Dyer.
Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira