Enski boltinn

Giggs búinn að framlengja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ryan Giggs mun ekki leggja skóna á hilluna í sumar því hann er búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við Englandsmeistara Man. Utd.

Núverandi samningur Giggs rennur út í sumar en Giggs hefur verið að spila það vel í vetur að hann sér ekki ástæðu til þess að hætta strax.

„Ég er afar ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning. Ég hef sjaldan eða aldrei notið þess eins mikið að spila fótbolta og ég hlakka til að vinna fleiri titla með United.

Sir Alex Ferguson segir að Giggs eigi skilið nýjan samning og hann er sannfærður um að Walesverjinn spili í tvö ár í viðbót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×