Sigurður Líndal, lagaprófesor, telur líklegt að fallist verði á lögbannskröfu Kaupþings, þó hann þori ekki að fullyrða um það. Kaupþing hefur farið fram á lögbann til að stöðva birtingu upplýsinga úr glærum um skuldunauta bankans.
Hann segist togast á í málinu mismunandi hagsmunir; bankaleynd annarsvegar og upplýsingafrelsi og almannahagur hinsvegar.
Lögbann er bráðabirgðaaðgerð sem sýslumaður tekur ákvörðun um og myndi, að mati Sigurðar, ná til allra fjölmiðla á landinu. Lögbannið stendur í viku, en þá þarf að höfða staðfestingarmál fyrir dómstólum sem skera úr um lögmæti birtingar upplýsinganna.
Þar til lögbannið tekur gildi er ekkert sem hindrar fjölmiðla og aðra í að miðla upplýsingum upp úr yfirlitsglærunum, annað en þau viðurlög sem þeir eiga hugsanlega von á.
Verði lögbann samþykkt sé hinsvegar hægt að kalla til lögreglu til að framfylgja því og hugsanlega veita sektir.