Á Grundarfirði en ekki á Kýpur 16. september 2009 21:56 Frá Grundafirði. Meintur svikahrappur, Sveinn Friðfinnsson, sem hefur verið í fréttum í dag vegna svikamyllu sem hann er talinn vera á bak við í Svíþjóð hefur að undanförnu dvalið á Grundarfirði þar sem hann er fæddur og á fjölskyldu. Hann er sagður aka um á glæsilegum bílum og hafa haft með lífverði þegar hann var í heimabænum í vor. Sænskir fjölmiðlar fjalla um málið í dag en þar er sagt að þúsundir svía hafi orðið fyrir barðinu á Sveini og félaga hans. Sænska fjármálaeftirlitið sem rannsakar málið telur svikin hlaupa á milljörðum íslenskra króna. Þá er sagt frá því í sænskum fjölmiðlum að ekkert hafi spurst til Sveins síðan árið 2007 og er hann sagður vera með lögheimili á Kýpur. Frá því að fréttir voru birtar af málinu í dag hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu, aðallega Grundfirðingar, og sagt frá kynnum sínum af Sveini. Hann virðist ekki vera búsettur á Kýpur heldur mun hann nú dvelja á Grundafirði. Sveinn er hinsvegar skráður til heimilis í Skipholti í Reykjavík í þjóðskrá, ásamt franskri eiginkonu sinni og nýfæddum syni. Vísir hefur reynt að ná tali af Sveini í allan dag en þeir sem standa honum næst vilja lítið gefa upp um hvar hann er niðurkominn. Á svipuðum tíma og hann hvarf árið 2007, virðist hann hinsvegar hafa keypt veitingarekstur af foreldrum sínum á Grundafirði en staðurinn ber heitið Krákan. Hann er einnig sagður hafa farið í það að kaupa talsvert af fasteignum á Grundafirði. Meðal annars trésmiðju auk nokkurra annara húsa. Þeir sem hafa haft samband við Vísi segja Svein hinsvegar standa illa í skilum við þá sem hann á viðskipti við. Einn orðaði það svo að hann skuldaði flestum iðnaðarmönnum á Grundarfirði peninga. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að Sveinn hafi flutt til Danmerkur fyrir fjórum árum, eftir að hann átti í vafasömum viðskiptum við landa sína hér á landi. Margir töldu sig hlunnfarna í þeim viðskiptum. Það gekk svo langt að handrukkarar voru sendir á eftir honum út, en hann mun hafa komist undan þeim. Fyrir fáum misserum réði Sveinn tvo lögmenn í sína þjónustu til þess að reyna að gera upp við ýmsa þá sem höfðu farið illa út úr viðskiptunum. Hann reyndi einnig að ráða sér almannatengslafulltrúa í því skyni að bæta ímynd sína gagnvart fólkinu. Ef marka má þá fjölmörgu Grundfirðinga sem hafa haft samband í dag virðist almannatengslafulltrúinn hinsvegar náð litlum árangri í starfi sínu. Tengdar fréttir Íslendingur sagður heilinn á bakvið sænska svikamyllu Íslendingur á fimmtugsaldri er grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna. Sagt er frá málinu í sænska dagblaðinu Dagens Industri en svikamyllan er sögð vera áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernard Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir. 16. september 2009 15:16 Íslenski svikahrappurinn í Svíþjóð var með handrukkara á hælunum Íslenskur maður á fimmtugsaldri er talinn hafa staðið fyrir umfangsmiklum pýramídasvindli í Svíþjóð. Sænska fjármálaeftirlitið telur að svindlið nemi milljörðum íslenskra króna. Svikaslóð mannsins teygir sig mörg ár aftur í tímann og til margra landa. 16. september 2009 18:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Meintur svikahrappur, Sveinn Friðfinnsson, sem hefur verið í fréttum í dag vegna svikamyllu sem hann er talinn vera á bak við í Svíþjóð hefur að undanförnu dvalið á Grundarfirði þar sem hann er fæddur og á fjölskyldu. Hann er sagður aka um á glæsilegum bílum og hafa haft með lífverði þegar hann var í heimabænum í vor. Sænskir fjölmiðlar fjalla um málið í dag en þar er sagt að þúsundir svía hafi orðið fyrir barðinu á Sveini og félaga hans. Sænska fjármálaeftirlitið sem rannsakar málið telur svikin hlaupa á milljörðum íslenskra króna. Þá er sagt frá því í sænskum fjölmiðlum að ekkert hafi spurst til Sveins síðan árið 2007 og er hann sagður vera með lögheimili á Kýpur. Frá því að fréttir voru birtar af málinu í dag hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu, aðallega Grundfirðingar, og sagt frá kynnum sínum af Sveini. Hann virðist ekki vera búsettur á Kýpur heldur mun hann nú dvelja á Grundafirði. Sveinn er hinsvegar skráður til heimilis í Skipholti í Reykjavík í þjóðskrá, ásamt franskri eiginkonu sinni og nýfæddum syni. Vísir hefur reynt að ná tali af Sveini í allan dag en þeir sem standa honum næst vilja lítið gefa upp um hvar hann er niðurkominn. Á svipuðum tíma og hann hvarf árið 2007, virðist hann hinsvegar hafa keypt veitingarekstur af foreldrum sínum á Grundafirði en staðurinn ber heitið Krákan. Hann er einnig sagður hafa farið í það að kaupa talsvert af fasteignum á Grundafirði. Meðal annars trésmiðju auk nokkurra annara húsa. Þeir sem hafa haft samband við Vísi segja Svein hinsvegar standa illa í skilum við þá sem hann á viðskipti við. Einn orðaði það svo að hann skuldaði flestum iðnaðarmönnum á Grundarfirði peninga. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að Sveinn hafi flutt til Danmerkur fyrir fjórum árum, eftir að hann átti í vafasömum viðskiptum við landa sína hér á landi. Margir töldu sig hlunnfarna í þeim viðskiptum. Það gekk svo langt að handrukkarar voru sendir á eftir honum út, en hann mun hafa komist undan þeim. Fyrir fáum misserum réði Sveinn tvo lögmenn í sína þjónustu til þess að reyna að gera upp við ýmsa þá sem höfðu farið illa út úr viðskiptunum. Hann reyndi einnig að ráða sér almannatengslafulltrúa í því skyni að bæta ímynd sína gagnvart fólkinu. Ef marka má þá fjölmörgu Grundfirðinga sem hafa haft samband í dag virðist almannatengslafulltrúinn hinsvegar náð litlum árangri í starfi sínu.
Tengdar fréttir Íslendingur sagður heilinn á bakvið sænska svikamyllu Íslendingur á fimmtugsaldri er grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna. Sagt er frá málinu í sænska dagblaðinu Dagens Industri en svikamyllan er sögð vera áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernard Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir. 16. september 2009 15:16 Íslenski svikahrappurinn í Svíþjóð var með handrukkara á hælunum Íslenskur maður á fimmtugsaldri er talinn hafa staðið fyrir umfangsmiklum pýramídasvindli í Svíþjóð. Sænska fjármálaeftirlitið telur að svindlið nemi milljörðum íslenskra króna. Svikaslóð mannsins teygir sig mörg ár aftur í tímann og til margra landa. 16. september 2009 18:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Íslendingur sagður heilinn á bakvið sænska svikamyllu Íslendingur á fimmtugsaldri er grunaður um að vera heilinn á bakvið fjársvik í Svíþjóð sem gætu numið milljörðum íslenskra króna. Sagt er frá málinu í sænska dagblaðinu Dagens Industri en svikamyllan er sögð vera áþekk þeirri sem bandaríski fjársvikarinn Bernard Maddoff setti á laggirnar og fékk langan dóm fyrir. 16. september 2009 15:16
Íslenski svikahrappurinn í Svíþjóð var með handrukkara á hælunum Íslenskur maður á fimmtugsaldri er talinn hafa staðið fyrir umfangsmiklum pýramídasvindli í Svíþjóð. Sænska fjármálaeftirlitið telur að svindlið nemi milljörðum íslenskra króna. Svikaslóð mannsins teygir sig mörg ár aftur í tímann og til margra landa. 16. september 2009 18:45