Þú hlýtur að vera að grínast, Gylfi? 26. mars 2009 16:23 Ragnheiður Ríkharðsdóttir velti því fyrir sér hvort Gyulfi Arnbjörnsson sé að grínast. Þingkonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem lenti í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir skömmu, skýtur föstum skotum á forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, vegna ásakana um að hann hefði rekið Framsóknakonuna Vigdísi Hauksdóttur fyrir að vera í framboði. DV sagði fyrst frá málinu en þar var greint frá því að Vigdísi hafi verið gert að hætta störfum sem lögfræðingur hjá ASÍ vegna þess að hún leiddi lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Henni þótti ómaklega að sér vegið enda var fyrir karlmaður sem var í framboði fyrir Samfylkinguna en hann tók sér launalaust leyfi, þó hann hafi haldið starfinu hjá ASÍ, ólíkt starfssystur sinni. Ragnheiður skefur ekki utan af því og skrifar á bloggsíðu sína: „Framkoma ASÍ forsetans er svo valdsmannsleg og hrokafull að það er með eindæmum. Ég tel það verulegt áhyggjuefni að einstaklingum sé mismunað með þessum hætti og velti fyrir mér hæfni forystunnar til ákvarðanatöku almennt þegar slíkt blasir við." Ragnheiður gagnrýnir Gylfa fyrir að mismuna þarna framsóknarkonu og samfylkingarkörlum og skrifar ennfremur á síðu sína: „Ef þú ert karl á lista Samfylkingarinnar og hugsanlega ekki í mögulegu þingsæti þá er í lagi að fá launalaust leyfi hjá ASÍ og taka þátt í kosingabaráttu og koma aftur til vinnu að kosningum loknum." Hún segir að slíkt hið sama sé ekki í boði sé maður framsóknarkona sem leiði fyrsta sætið í Reykjavík. Ragnheiður skýtur svo sérlega fast á Gylfa þar sem hún telur hann búa yfir ótrúlegri pólitískri spádómsgáfu: „ASÍ forsetinn segir að ekki sé að því fundið að starfsmenn ASÍ sinni pólitísku starfi og jafnvel er það talið fólki til framdráttar sem er nú umhugsunarefni út af fyrir sig en um framsóknarkonuna segir hann jafnframt " ..þegar hins vegar svo er komið að fólk er farið að leiða lista og á þingsæti víst er rétt að leiðir skilji " ...mikið er vald hans og máttur að geta nú mánuði fyrir kosningar kveðið upp úr með þessum hætti um kosningar í Reykjavík." Að lokum spyr Ragnheiður einfaldlega: Þú hlýtur að vera að grínast, Gylfi? Pistil Ragnheiðar má lesa hér Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20 Gylfi svarar enn fyrir sig Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu í sambandi við starfslok Vígdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá sambandinu. Nokkur umræða hefur skapast um starfslokin en Vigdís hefur sagt að sér hafi verið sagt upp störfum á grundvelli þess að hún sé í Framsóknarflokknum. Þá hefur verið sagt í fjölmiðlum að annar starfsmaður ASÍ, Magnús M. Norðdahl, hafi fengið launalaust leyfi til þess að sinna prófkjörsbaráttu hjá Samfylkingunni. Þetta segir Gylfi vera rangt. 26. mars 2009 15:09 Segir Vigdísi hafa óskað eftir starfslokum Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að Vigdís Hauksdóttir hafi óskað eftir starfslokum hjá sambandinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gylfa en þar segir einnig að Alþýðusamband Íslands hafni því alfarið að Vigdís hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna. 25. mars 2009 16:18 Vigdís fékk ekki launalaust leyfi frá ASÍ Vigdís Hauksdóttir sem situr í fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður segist hafa óskað eftir launalausu leyfi frá störfum hjá Alþýðusambandi Íslands vegna framboðs síns til Alþingis en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafi þá tjáð henni að litið væri á framboðið sem uppsögn af hennar hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vigdísi. 25. mars 2009 18:53 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Þingkonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir, sem lenti í þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir skömmu, skýtur föstum skotum á forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, vegna ásakana um að hann hefði rekið Framsóknakonuna Vigdísi Hauksdóttur fyrir að vera í framboði. DV sagði fyrst frá málinu en þar var greint frá því að Vigdísi hafi verið gert að hætta störfum sem lögfræðingur hjá ASÍ vegna þess að hún leiddi lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Henni þótti ómaklega að sér vegið enda var fyrir karlmaður sem var í framboði fyrir Samfylkinguna en hann tók sér launalaust leyfi, þó hann hafi haldið starfinu hjá ASÍ, ólíkt starfssystur sinni. Ragnheiður skefur ekki utan af því og skrifar á bloggsíðu sína: „Framkoma ASÍ forsetans er svo valdsmannsleg og hrokafull að það er með eindæmum. Ég tel það verulegt áhyggjuefni að einstaklingum sé mismunað með þessum hætti og velti fyrir mér hæfni forystunnar til ákvarðanatöku almennt þegar slíkt blasir við." Ragnheiður gagnrýnir Gylfa fyrir að mismuna þarna framsóknarkonu og samfylkingarkörlum og skrifar ennfremur á síðu sína: „Ef þú ert karl á lista Samfylkingarinnar og hugsanlega ekki í mögulegu þingsæti þá er í lagi að fá launalaust leyfi hjá ASÍ og taka þátt í kosingabaráttu og koma aftur til vinnu að kosningum loknum." Hún segir að slíkt hið sama sé ekki í boði sé maður framsóknarkona sem leiði fyrsta sætið í Reykjavík. Ragnheiður skýtur svo sérlega fast á Gylfa þar sem hún telur hann búa yfir ótrúlegri pólitískri spádómsgáfu: „ASÍ forsetinn segir að ekki sé að því fundið að starfsmenn ASÍ sinni pólitísku starfi og jafnvel er það talið fólki til framdráttar sem er nú umhugsunarefni út af fyrir sig en um framsóknarkonuna segir hann jafnframt " ..þegar hins vegar svo er komið að fólk er farið að leiða lista og á þingsæti víst er rétt að leiðir skilji " ...mikið er vald hans og máttur að geta nú mánuði fyrir kosningar kveðið upp úr með þessum hætti um kosningar í Reykjavík." Að lokum spyr Ragnheiður einfaldlega: Þú hlýtur að vera að grínast, Gylfi? Pistil Ragnheiðar má lesa hér
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20 Gylfi svarar enn fyrir sig Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu í sambandi við starfslok Vígdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá sambandinu. Nokkur umræða hefur skapast um starfslokin en Vigdís hefur sagt að sér hafi verið sagt upp störfum á grundvelli þess að hún sé í Framsóknarflokknum. Þá hefur verið sagt í fjölmiðlum að annar starfsmaður ASÍ, Magnús M. Norðdahl, hafi fengið launalaust leyfi til þess að sinna prófkjörsbaráttu hjá Samfylkingunni. Þetta segir Gylfi vera rangt. 26. mars 2009 15:09 Segir Vigdísi hafa óskað eftir starfslokum Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að Vigdís Hauksdóttir hafi óskað eftir starfslokum hjá sambandinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gylfa en þar segir einnig að Alþýðusamband Íslands hafni því alfarið að Vigdís hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna. 25. mars 2009 16:18 Vigdís fékk ekki launalaust leyfi frá ASÍ Vigdís Hauksdóttir sem situr í fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður segist hafa óskað eftir launalausu leyfi frá störfum hjá Alþýðusambandi Íslands vegna framboðs síns til Alþingis en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafi þá tjáð henni að litið væri á framboðið sem uppsögn af hennar hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vigdísi. 25. mars 2009 18:53 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20
Gylfi svarar enn fyrir sig Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu í sambandi við starfslok Vígdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá sambandinu. Nokkur umræða hefur skapast um starfslokin en Vigdís hefur sagt að sér hafi verið sagt upp störfum á grundvelli þess að hún sé í Framsóknarflokknum. Þá hefur verið sagt í fjölmiðlum að annar starfsmaður ASÍ, Magnús M. Norðdahl, hafi fengið launalaust leyfi til þess að sinna prófkjörsbaráttu hjá Samfylkingunni. Þetta segir Gylfi vera rangt. 26. mars 2009 15:09
Segir Vigdísi hafa óskað eftir starfslokum Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að Vigdís Hauksdóttir hafi óskað eftir starfslokum hjá sambandinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gylfa en þar segir einnig að Alþýðusamband Íslands hafni því alfarið að Vigdís hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna. 25. mars 2009 16:18
Vigdís fékk ekki launalaust leyfi frá ASÍ Vigdís Hauksdóttir sem situr í fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður segist hafa óskað eftir launalausu leyfi frá störfum hjá Alþýðusambandi Íslands vegna framboðs síns til Alþingis en Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafi þá tjáð henni að litið væri á framboðið sem uppsögn af hennar hálfu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Vigdísi. 25. mars 2009 18:53