Enski boltinn

Moyes þarf að styrkja vörnina

Elvar Geir Magnússon skrifar
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton.
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton.

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir að efst í forgangsröðinni sé að styrkja varnarlínu liðsins. Aðeins tveir miðverðir eru heilir hjá félaginu; Joseph Yobo og Joleon Lescott.

Phil Jagielka er á sjúkralistanum að reyna að jafna sig af meiðslum. Þrátt fyrir margar tilraunir í sumar til að bæta við sig varnarmanni hefur Moyes ekki enn náð því.

„Ég tel mig vera með mjög gott lið í höndunum en breiddin í vörninni er ekki nægilega góð. Ég þarf að bæta við mig miðverði og svo hef ég engan vinstri bakvörð til vara," sagði Moyes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×