Erlent

Gömul vinkona slekkur elda

Óli Tynes skrifar
Lockheed Neptune í nýja jobbinu sínu.
Lockheed Neptune í nýja jobbinu sínu. Mynd/AP

Miklir kjarreldar geisa í Arizona fylki í Bandaríkjunum og meðal annars notaðar flugvélar til þess að berjast við þá.

Margar þessara flugvéla eru áratuga gamlar, eins og sú sem sést á þessari mynd.

Þetta er Lockheed Neptune sem upphaflega voru framleiddar sem kafbátaleitarvélar fyrir bandaríska flotann.

Herflugvélar þykja heppilegar til starfans þar sem þær eru yfirleitt með öfluga mótora og hafa mikla burðargetu.

Íslendingar á miðjum aldri (og þar yfir) kannast margir við Neptune vélarnar því þær voru staðsettar á Keflavíkurflugvelli fyrir mörgum áratugum.

Þær fylgdust með ferðum rússneskra kafbáta í kringum landið. Ekki er vitað hvort vélin á meðfylgjandi mynd var ein þeirra.

Sjálfsagt eru ekki allir sammála fyrirsögninni á þessari frétt um að þetta sé gömul vinkona.

Til dæmis herstöðvaandstæðingar.

En flugáhugamenn eru yfir slíkt hafnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×