Enski boltinn

Owen búinn að lofa sér til City?

AFP
Enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að Michael Owen leikmaður Newcastle United hafi gert heiðursmannasamkomulag við Manchester City um að ganga til liðs við félagið í sumar.

Litlu hefur miðað í viðræðum um nýjan samning handa landsliðsmanninum og því hefur lengi verið haldið fram að Owen hugsi sér til hreyfings vegna þeirrar óvissu sem ríkt hefur hjá Newcastle í kring um eigendur og knattspyrnustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×