Enski boltinn

Burdisso til Tottenham?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nicolas Burdisso í enska boltann?
Nicolas Burdisso í enska boltann?

Ítalskir fjölmiðlar segja Tottenham hafa mikinn áhuga á argentínska varnarmanninum Nicolas Burdisso hjá Inter. Burdisso er ekki ofarlega í forgangsröðinni hjá ítalska liðinu og talið að hann sé á förum.

Sagt er að Tottenham hafi spurt Inter út í verðið á Burdisso en félagið er í leit að varnarmanni.

Þá er Wilson Palacios að færast nær Tottenham en þessi miðjumaður Wigan gekkst undir læknisskoðun á White Hart Lane í kvöld. Tottenham á aðeins eftir að fá leikmanninn til að skrifa undir samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×