Nú getur Óli ekki horft framhjá mér 21. janúar 2009 15:18 Kári Árnason NordicPhotos/GettyImages Miðjumaðurinn Kári Árnason hefur ákveðið að ganga í raðir Esbjerg sem lánsmaður frá AGF í Danmörku. Þar mun hann spila með Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Lánssamningur Kára, sem er 26 ára gamall, er til loka leiktíðar en þar hittir hann fyrir gamla þjálfara sinn Ove Pedersen sem áður stýrði liði AGF með góðum árangri. "Ove var búinn að byggja þetta lið hérna upp frá grunni og ég var fyrsti maðurinn sem hann keypti til félagsins á sínum tíma. Mér fannst hann vera að gera mjög góða hluti með liðið og því kom það mér mjög á óvart þegar hann var látinn fara á sínum tíma," sagði Kári í samtali við Vísi. Kári missti sæti sitt í byrjunarliði AGF þegar hann meiddist fyrr í vetur og spilaði ekki síðustu þrjár umferðirnar fyrir vetrarhlé í deildinni. Hann sá fram á harða baráttu um sæti í liðinu og stökk því á tækifæri til að spila fyrir gamla þjálfarann sinn hjá Esbjerg þegar það barst. Það leggst vel í Kára að spila með félaga sínum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni hjá Esbjerg. "Við Gunnar Heiðar náum vel saman og hann er baráttuhundur eins og ég. Svo er hann líka góður markaskorari. Nú getur Ólafur (Jóhannesson landsliðsþjálfari) líka ekki komist hjá því að skoða mig þegar hann kemur að fylgjast með Gunnar Heiðari," sagði Kári léttur í bragði. Þjálfarinn er líka ánægður að fá sinn gamla lærisvein til liðs við sig á síðari helmingi leiktíðarinnar. "Kári er stríðsmaður og þannig menn þurfum við í þeirri miklu baráttu sem framundan er hjá okkur," sagði Ove Pedersen í sambandi við fjölmiðla í Danmörku. Keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefst á ný í byrjun mars, en Esbjerg er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með þrettán stig - tveimur meira en botnlið Horsens. AGF er í fimmta sæti með 24 stig. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Miðjumaðurinn Kári Árnason hefur ákveðið að ganga í raðir Esbjerg sem lánsmaður frá AGF í Danmörku. Þar mun hann spila með Gunnari Heiðari Þorvaldssyni. Lánssamningur Kára, sem er 26 ára gamall, er til loka leiktíðar en þar hittir hann fyrir gamla þjálfara sinn Ove Pedersen sem áður stýrði liði AGF með góðum árangri. "Ove var búinn að byggja þetta lið hérna upp frá grunni og ég var fyrsti maðurinn sem hann keypti til félagsins á sínum tíma. Mér fannst hann vera að gera mjög góða hluti með liðið og því kom það mér mjög á óvart þegar hann var látinn fara á sínum tíma," sagði Kári í samtali við Vísi. Kári missti sæti sitt í byrjunarliði AGF þegar hann meiddist fyrr í vetur og spilaði ekki síðustu þrjár umferðirnar fyrir vetrarhlé í deildinni. Hann sá fram á harða baráttu um sæti í liðinu og stökk því á tækifæri til að spila fyrir gamla þjálfarann sinn hjá Esbjerg þegar það barst. Það leggst vel í Kára að spila með félaga sínum Gunnari Heiðari Þorvaldssyni hjá Esbjerg. "Við Gunnar Heiðar náum vel saman og hann er baráttuhundur eins og ég. Svo er hann líka góður markaskorari. Nú getur Ólafur (Jóhannesson landsliðsþjálfari) líka ekki komist hjá því að skoða mig þegar hann kemur að fylgjast með Gunnar Heiðari," sagði Kári léttur í bragði. Þjálfarinn er líka ánægður að fá sinn gamla lærisvein til liðs við sig á síðari helmingi leiktíðarinnar. "Kári er stríðsmaður og þannig menn þurfum við í þeirri miklu baráttu sem framundan er hjá okkur," sagði Ove Pedersen í sambandi við fjölmiðla í Danmörku. Keppni í dönsku úrvalsdeildinni hefst á ný í byrjun mars, en Esbjerg er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með þrettán stig - tveimur meira en botnlið Horsens. AGF er í fimmta sæti með 24 stig.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira