Enski boltinn

Jóhannes Karl meiddur

Jóhannes Karl er hér í baráttu við Didier Zokora hjá Tottenham
Jóhannes Karl er hér í baráttu við Didier Zokora hjá Tottenham NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson hjá Burnley mun ekki leika með liði sínu gegn Swansea um helgina vegna meiðsla í aftanverðu læri sem hann varð fyrir í leiknum gegn Tottenham í vikunni.

Owen Coyle knattspyrnustjóri Burnley útilokaði þátttöku Jóhannesar í leiknum um helgina í viðtali á heimasíðu félagsins í dag og sagði ómögulegt að meta alvarleika meiðslanna - þau gætu allt eins haldið honum frá keppni í 6-8 vikur.

Ef meiðsli Jóhannesar reynast svo alvarleg er ljóst að hann myndi missa af síðari undanúrslitaleik liðsins gegn Tottenham sem fram fer miðvikudaginn 21. janúar á heimavelli Burnley.

Tottenham vann fyrri leikinn örugglega 4-1 þrátt fyrir að vera undir 1-0 í hálfleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×