Fréttaskýring: Af sótölvuðum ráðherra og fullum þingmönnum Valur Grettisson skrifar 26. ágúst 2009 21:00 Sigmundur Erni Rúnarsson vopnaður vatnsglasi í þingsal. Áfengisdrykkja Sigmundar Ernis Rúnarssonar hefur vakið verðskuldaða athygli hér á landi. Þingmaður Samfylkingarinnar hefur beðist afsökunar á því að hafa drukkið tvö léttvínsglös áður en hann fór í púlt og hélt mikla eldmessu yfir þingheimi. Framganga hans í ræðustóli þótti raunar svo sérkennileg að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, ætlar að taka málið sérstaklega fyrir á fundi forsætisnefndar sem haldinn verður á morgun. Niðurstaða forsætisnefndar þýðingarlítil Af þeim sem Vísir hefur rætt við þá virðist það litlu skipta varðandi stöðu þingmannsins hver niðurstaða nefndarinnar verður. Í henni sitja forseti Alþingis og varaforsetar. Verði niðurstaðan neikvæð þá yrði hún áfellisdómur. Þingmaðurinn ber hinsvegar ábyrgð á sér sjálfum. Hann þarf því að lokum að axla ábyrgð telji hann ástæðu til. Ekki eru allir sammála Ragnheiði og harkalegum viðbrögðum við framgöngu Sigmundar en samflokksmaður hennar, Árni Johnsen, var staddur í þingsal þegar Sigmundur hélt ræðu sína. Hann sagði í viðtali við Vísi að hann hefði ekkert fundið athugavert við framkomu Sigmundar. Hann sagði að stíll hans væri heldur sérkennilegur almennt. Galsinn verður að Kveldúlfi Sjálfur sagði Sigmundur í viðtali við Vísi daginn eftir fundinn að það hefði verið galsi í þingmönnum og því hefði verið mikið um frammíköll og stemmningin lævi blandinn. Raunar komst Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, betur að orði í viðtali við dv.is þegar hún lýsti andrúmsloftinu á þingi, þá sagði hún kveldúlf hafa verið í mannskapnum. Sótölvaður á fjölmiðlafundi En Sigmundur Ernir er langt því frá að vera eini þingmaður veraldar sem hefur sinnt embættistörfum sínum kenndur. Það var í mars á þessu ári sem japanski fjármálaráðherrann, Shoichi Nakagawa, sagði af sér sem ráðherra eftir að hafa verið sótölvaður á fjölmiðlafundi. Hann var í raun svo ölvaður að út úr honum kom ekki óbrjáluð setning. Ofdrykkja fyrrum fjármálaráðherrans var þungt pólitískt högg fyrir ríkisstjórn Taro Aso en hún stóð höllum fæti eftir að efnahagshrunið náði til Japans. Drykkjan hafði því heldur afdrifaríkar pólitískar afleiðingar. Ríkisstjórnin lifði þó áfengisdrykkjuna af. Forsætisráðherra drukkinn í þingsal Það var svo í júlí árið 2007 sem fyrrum forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, viðurkenndi að hafa ávarpað ástralska þingið fullur árið 1989. Þessu ljóstraði hann upp í ævisögu sinni sem var gefin út árið 2007. Þar sagði hann sér til varnar að hann hafði tapað formannskosningum gegn samflokksmanni sínum, Andrew Peacock. Sjálfur var John forsætisráðherra Ástralíu frá árinu 1996 til 2007. Pólitíski ósigur hans varð þó til þess að hann drakk fullmikið auk þess sem hann bað starfsfólk sitt afsökunar með tárin í augunum. Frásögnin vakti gríðarlega athygli og var umdeild. Vildu siðareglur um áfengisdrykkju Hann er þó ekki eini ástralski þingmaðurinn sem var drukkinn á þingi því Peter Black mætti drukkinn árið 2004 og veittist harkalega að pólitískum andstæðingi sínum, Virgina Judge, úr ræðustól. Hún gagnrýndi þingmanninn harkalega í kjölfarið og sagði það óafsakanlegt að vera drukkinn í þingsal. Deilan náði hámarki þegar Judge vildi setja niður siðareglur þar sem hægt væri að svipta menn þingmennsku væru þeir drukknir í vinnunni. Færeyskir fullir á Íslandi En frændur okkar í Færeyjum hafa átt sín drykkjuhneyksli. Reyndar átti hneykslið sér stað hér á Íslandi í nóvember á síðasta ári þegar utanríkisráðherrann Jørgens Niclasen og fjármálaráðherrann Jóhannes Eidesgaard voru í heimsókn hér á landi. Þá var því haldið fram í færeyskum fjölmiðlum að Eidesgaard hafi verið áberandi drukkinn í matarboði með íslenskum ráðherrum. Málið var þó ekki til lykta leitt. Ráðherrarnir sögðu ekki af sér en misstu þó nokkurn trúverðugleika vegna málsins í Færeyjum en málið var rætt á þjóðþingi þar í landi. Beðið eftir niðurstöðu Forsætisnefndar Þegar Vísir ræddi við formann þingflokks Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson í kvöld, sagði hann að Sigmundur væri búinn að gera nægjanlega grein fyrir málinu að sínu mati. Hvorki hann né þingflokkurinn myndi aðhafast frekar í málinu. Sigmundur hefur hinsvegar ekki viljað tjá sig opinberlega um málið. Það ætlar hann ekki að gera fyrr en forsætisnefnd hefur tekið málið fyrir á sínum fundi. Tengdar fréttir Sagður hafa hellt í sig víni Gestir í kvöldverðarboði MP banka í síðustu viku segjast hafa orðið vitni að töluverðri áfengisneyslu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem síðar um kvöldið flutti framsögu og tók þátt í umræðum á Alþingi um Icesave málið. Þetta kemur fram í DV í dag. 26. ágúst 2009 09:53 Leiðrétting: Þingflokksformaður ræddi sérstaklega við Sigmund Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræddi sérstaklega við Sigmund Erni Rúnarsson eftir eldræðu mikla sem hann hélt á fimmtudagskvöldinu síðasta. Samtal þeirra var í einrúmi en tilefnið var sérkennilega framganga Sigmundar í sölum Alþingis á fimmtudagskvöldinu síðasta. 25. ágúst 2009 22:20 Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36 Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl „Ég fann ekkert athugavert við hann,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. 25. ágúst 2009 21:53 Kenndur þingmaður verður ekki tekinn fyrir á þingflokksfundi „Sigmundur hefur gert grein fyrir þessu með fullnægjandi hætti og það er ekkert meira um það að segja,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, þegar Vísir náði tali af honum. 26. ágúst 2009 19:07 Sigmundur Ernir: Drakk en kenndi ekki áhrifa Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, viðurkennir að hafa fengið sér léttvín með mat að loknu golfmóti sem hann tók þátt í á fimmtudaginn síðastliðinn. Síðar sama kvöld tók hann þátt í umræðum um Icesave samkomulagið. 26. ágúst 2009 14:11 „Fólk á ekki að vera drukkið í vinnunni“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sama gildi um þingmenn og aðra, þeir verði að halda sig við þær siðareglur sem gilda í samfélaginu. Hún segir það ekki vera sitt að taka afstöðu til þess hvort að Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, eigi að segja af sér þingmennsku. 26. ágúst 2009 15:41 „Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38 Sonurinn ók kenndum Sigmundi í þingsal Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi í dag að hafa drukkið áfengi áður en hann tók þátt í umræðum á Alþingi. Forseti Alþingis segir þingmenn bera ábyrgð á sjálfum sér. 26. ágúst 2009 19:24 Almannatengill: Sigmundur átti að biðjast afsökunar strax Þorsteinn G. Gunnarsson, ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu KOM, segir Sigmund Erni Rúnarsson hafa brotið grundvallareglur krísustjórnunar í kjölfar umræðu um meinta ölvun hans á Alþingi. 26. ágúst 2009 16:47 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Áfengisdrykkja Sigmundar Ernis Rúnarssonar hefur vakið verðskuldaða athygli hér á landi. Þingmaður Samfylkingarinnar hefur beðist afsökunar á því að hafa drukkið tvö léttvínsglös áður en hann fór í púlt og hélt mikla eldmessu yfir þingheimi. Framganga hans í ræðustóli þótti raunar svo sérkennileg að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, ætlar að taka málið sérstaklega fyrir á fundi forsætisnefndar sem haldinn verður á morgun. Niðurstaða forsætisnefndar þýðingarlítil Af þeim sem Vísir hefur rætt við þá virðist það litlu skipta varðandi stöðu þingmannsins hver niðurstaða nefndarinnar verður. Í henni sitja forseti Alþingis og varaforsetar. Verði niðurstaðan neikvæð þá yrði hún áfellisdómur. Þingmaðurinn ber hinsvegar ábyrgð á sér sjálfum. Hann þarf því að lokum að axla ábyrgð telji hann ástæðu til. Ekki eru allir sammála Ragnheiði og harkalegum viðbrögðum við framgöngu Sigmundar en samflokksmaður hennar, Árni Johnsen, var staddur í þingsal þegar Sigmundur hélt ræðu sína. Hann sagði í viðtali við Vísi að hann hefði ekkert fundið athugavert við framkomu Sigmundar. Hann sagði að stíll hans væri heldur sérkennilegur almennt. Galsinn verður að Kveldúlfi Sjálfur sagði Sigmundur í viðtali við Vísi daginn eftir fundinn að það hefði verið galsi í þingmönnum og því hefði verið mikið um frammíköll og stemmningin lævi blandinn. Raunar komst Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, betur að orði í viðtali við dv.is þegar hún lýsti andrúmsloftinu á þingi, þá sagði hún kveldúlf hafa verið í mannskapnum. Sótölvaður á fjölmiðlafundi En Sigmundur Ernir er langt því frá að vera eini þingmaður veraldar sem hefur sinnt embættistörfum sínum kenndur. Það var í mars á þessu ári sem japanski fjármálaráðherrann, Shoichi Nakagawa, sagði af sér sem ráðherra eftir að hafa verið sótölvaður á fjölmiðlafundi. Hann var í raun svo ölvaður að út úr honum kom ekki óbrjáluð setning. Ofdrykkja fyrrum fjármálaráðherrans var þungt pólitískt högg fyrir ríkisstjórn Taro Aso en hún stóð höllum fæti eftir að efnahagshrunið náði til Japans. Drykkjan hafði því heldur afdrifaríkar pólitískar afleiðingar. Ríkisstjórnin lifði þó áfengisdrykkjuna af. Forsætisráðherra drukkinn í þingsal Það var svo í júlí árið 2007 sem fyrrum forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, viðurkenndi að hafa ávarpað ástralska þingið fullur árið 1989. Þessu ljóstraði hann upp í ævisögu sinni sem var gefin út árið 2007. Þar sagði hann sér til varnar að hann hafði tapað formannskosningum gegn samflokksmanni sínum, Andrew Peacock. Sjálfur var John forsætisráðherra Ástralíu frá árinu 1996 til 2007. Pólitíski ósigur hans varð þó til þess að hann drakk fullmikið auk þess sem hann bað starfsfólk sitt afsökunar með tárin í augunum. Frásögnin vakti gríðarlega athygli og var umdeild. Vildu siðareglur um áfengisdrykkju Hann er þó ekki eini ástralski þingmaðurinn sem var drukkinn á þingi því Peter Black mætti drukkinn árið 2004 og veittist harkalega að pólitískum andstæðingi sínum, Virgina Judge, úr ræðustól. Hún gagnrýndi þingmanninn harkalega í kjölfarið og sagði það óafsakanlegt að vera drukkinn í þingsal. Deilan náði hámarki þegar Judge vildi setja niður siðareglur þar sem hægt væri að svipta menn þingmennsku væru þeir drukknir í vinnunni. Færeyskir fullir á Íslandi En frændur okkar í Færeyjum hafa átt sín drykkjuhneyksli. Reyndar átti hneykslið sér stað hér á Íslandi í nóvember á síðasta ári þegar utanríkisráðherrann Jørgens Niclasen og fjármálaráðherrann Jóhannes Eidesgaard voru í heimsókn hér á landi. Þá var því haldið fram í færeyskum fjölmiðlum að Eidesgaard hafi verið áberandi drukkinn í matarboði með íslenskum ráðherrum. Málið var þó ekki til lykta leitt. Ráðherrarnir sögðu ekki af sér en misstu þó nokkurn trúverðugleika vegna málsins í Færeyjum en málið var rætt á þjóðþingi þar í landi. Beðið eftir niðurstöðu Forsætisnefndar Þegar Vísir ræddi við formann þingflokks Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson í kvöld, sagði hann að Sigmundur væri búinn að gera nægjanlega grein fyrir málinu að sínu mati. Hvorki hann né þingflokkurinn myndi aðhafast frekar í málinu. Sigmundur hefur hinsvegar ekki viljað tjá sig opinberlega um málið. Það ætlar hann ekki að gera fyrr en forsætisnefnd hefur tekið málið fyrir á sínum fundi.
Tengdar fréttir Sagður hafa hellt í sig víni Gestir í kvöldverðarboði MP banka í síðustu viku segjast hafa orðið vitni að töluverðri áfengisneyslu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem síðar um kvöldið flutti framsögu og tók þátt í umræðum á Alþingi um Icesave málið. Þetta kemur fram í DV í dag. 26. ágúst 2009 09:53 Leiðrétting: Þingflokksformaður ræddi sérstaklega við Sigmund Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræddi sérstaklega við Sigmund Erni Rúnarsson eftir eldræðu mikla sem hann hélt á fimmtudagskvöldinu síðasta. Samtal þeirra var í einrúmi en tilefnið var sérkennilega framganga Sigmundar í sölum Alþingis á fimmtudagskvöldinu síðasta. 25. ágúst 2009 22:20 Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36 Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl „Ég fann ekkert athugavert við hann,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. 25. ágúst 2009 21:53 Kenndur þingmaður verður ekki tekinn fyrir á þingflokksfundi „Sigmundur hefur gert grein fyrir þessu með fullnægjandi hætti og það er ekkert meira um það að segja,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, þegar Vísir náði tali af honum. 26. ágúst 2009 19:07 Sigmundur Ernir: Drakk en kenndi ekki áhrifa Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, viðurkennir að hafa fengið sér léttvín með mat að loknu golfmóti sem hann tók þátt í á fimmtudaginn síðastliðinn. Síðar sama kvöld tók hann þátt í umræðum um Icesave samkomulagið. 26. ágúst 2009 14:11 „Fólk á ekki að vera drukkið í vinnunni“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sama gildi um þingmenn og aðra, þeir verði að halda sig við þær siðareglur sem gilda í samfélaginu. Hún segir það ekki vera sitt að taka afstöðu til þess hvort að Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, eigi að segja af sér þingmennsku. 26. ágúst 2009 15:41 „Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38 Sonurinn ók kenndum Sigmundi í þingsal Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi í dag að hafa drukkið áfengi áður en hann tók þátt í umræðum á Alþingi. Forseti Alþingis segir þingmenn bera ábyrgð á sjálfum sér. 26. ágúst 2009 19:24 Almannatengill: Sigmundur átti að biðjast afsökunar strax Þorsteinn G. Gunnarsson, ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu KOM, segir Sigmund Erni Rúnarsson hafa brotið grundvallareglur krísustjórnunar í kjölfar umræðu um meinta ölvun hans á Alþingi. 26. ágúst 2009 16:47 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Sagður hafa hellt í sig víni Gestir í kvöldverðarboði MP banka í síðustu viku segjast hafa orðið vitni að töluverðri áfengisneyslu Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem síðar um kvöldið flutti framsögu og tók þátt í umræðum á Alþingi um Icesave málið. Þetta kemur fram í DV í dag. 26. ágúst 2009 09:53
Leiðrétting: Þingflokksformaður ræddi sérstaklega við Sigmund Þingflokksformaður Samfylkingarinnar ræddi sérstaklega við Sigmund Erni Rúnarsson eftir eldræðu mikla sem hann hélt á fimmtudagskvöldinu síðasta. Samtal þeirra var í einrúmi en tilefnið var sérkennilega framganga Sigmundar í sölum Alþingis á fimmtudagskvöldinu síðasta. 25. ágúst 2009 22:20
Sigmundur Ernir: Næturgalsi í þingsalnum „Upp úr klukkan tíu og fram til hálftólf var kominn mikill galsi í þingsalinn og orðafar manna eftir því," segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar. 21. ágúst 2009 12:36
Árni Johnsen: Sigmundur Ernir hefur bara ákveðinn stíl „Ég fann ekkert athugavert við hann,“ segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi en hann sat í þingsal og hlustaði á eldræðu Sigmundar Ernis Rúnarssonar á fimmtudagskvöldinu. 25. ágúst 2009 21:53
Kenndur þingmaður verður ekki tekinn fyrir á þingflokksfundi „Sigmundur hefur gert grein fyrir þessu með fullnægjandi hætti og það er ekkert meira um það að segja,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, þegar Vísir náði tali af honum. 26. ágúst 2009 19:07
Sigmundur Ernir: Drakk en kenndi ekki áhrifa Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, viðurkennir að hafa fengið sér léttvín með mat að loknu golfmóti sem hann tók þátt í á fimmtudaginn síðastliðinn. Síðar sama kvöld tók hann þátt í umræðum um Icesave samkomulagið. 26. ágúst 2009 14:11
„Fólk á ekki að vera drukkið í vinnunni“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sama gildi um þingmenn og aðra, þeir verði að halda sig við þær siðareglur sem gilda í samfélaginu. Hún segir það ekki vera sitt að taka afstöðu til þess hvort að Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, eigi að segja af sér þingmennsku. 26. ágúst 2009 15:41
„Loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns" „Það er nokkuð ljóst að það loga ekki öll ljós í kolli háttvirts þingmanns ef hann getur ekki munað tvær-þrjár spurningar sem beint er til hans hér úr ræðustól," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í þingsal rétt fyrir hálftólf í gærkvöld. 21. ágúst 2009 10:38
Sonurinn ók kenndum Sigmundi í þingsal Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi í dag að hafa drukkið áfengi áður en hann tók þátt í umræðum á Alþingi. Forseti Alþingis segir þingmenn bera ábyrgð á sjálfum sér. 26. ágúst 2009 19:24
Almannatengill: Sigmundur átti að biðjast afsökunar strax Þorsteinn G. Gunnarsson, ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu KOM, segir Sigmund Erni Rúnarsson hafa brotið grundvallareglur krísustjórnunar í kjölfar umræðu um meinta ölvun hans á Alþingi. 26. ágúst 2009 16:47