Olíuleit skapar störf norðaustanlands 1. apríl 2009 20:44 MYND/AP Fjöldi starfa gæti skapast á norðausturhorni Íslands á næstu árum, verði ráðist í olíuleit á Drekasvæðinu. Bara þyrluþjónusta við olíuborpalla kallar á tugi starfsmanna.Íbúum sveitarfélagsins Fjell á eyju utan við Bergen fjölgaði úr sjöþúsund í yfir tuttugu þúsund á þeim árum sem höfnin við Ågotnes byggðist upp, ein af mörgum þjónustuhöfnum Noregs við olíuiðnaðinn. Á hafnarsvæðinu starfa þrettánhundruð manns í 65 fyrirtækjum. Borpallar koma reglulega inn til viðhalds, skip eru í stöðugum ferðum með rör, efni og vistir til olíusvæðanna og flutningabílar streyma að með allskyns varning.Hefjist olíuvinnsla á Drekasvæðinu sjá menn fyrir sér að höfn sem þessi byggist upp í Gunnólfsvík við Langanes, en fyrstu árin, meðan olíuleit stendur yfir, verði hafnirnar á Vopnafirði og Þórshöfn nýttar til að þjónusta leitarpalla. Hafsteinn Ágústsson, olíuverkfræðingur í Bergen, segir að einnig þurfi flugvöll á svæðinu sem geti tekið á móti stórum vöruflutningavélum. Við þetta geti skapast töluverð atvinna og gróska fyrir þetta svæði.Sola-flugvöllur við Stavanger er helsta þyrlumiðstöð olíusvæða Noregs en á Íslandi sjá menn Egilsstaðaflugvöll fá slíkt hlutverk og þar þurfi fljótlega að reisa þyrluskýli. Nils-Rune Kolnes, yfirflugstjóri CHC Helicopter í Stavanger, segir að einn borpallur kalli á lágmark tvær þyrlur en að jafnframt yrði væntanlega gerð krafa um að björgunarþyrla væri til reiðu allan sólarhringinn. Þessi starfsemi geti þýtt 40-50 störf.Íslendingar gætu sjálfir annast alla þyrlu- og björgunarþjónustu og tekið Færeyinga sér til fyrirmyndar sem leyfa ekki starfsemi erlendra þyrlufélaga. Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar verði olíuþjóð Íslendingar eiga eftir að verða olíuþjóð, segir helsti sérfræðingur Noregs í Jan Mayen svæðinu, og líkir því við verðmætustu olíusvæði heims. Nýjustu hljóðbylgjumælingar sem gerðar voru á Drekanum í fyrra lofa góðu og mikill áhugi er meðal olíufélaga að kaupa upplýsingarnar. 30. mars 2009 19:00 Olían lekur upp úr Drekasvæðinu Gervihnattamyndir benda til þess að olía leki af hafsbotni og til yfirborðs á bletti sunnarlega á Drekasvæðinu. Þetta kom fram á ársfundi Orkustofnunar í Reykjavík í dag. Bresk-hollenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í olíu- og málmleit með gervihnöttum, fann olíulekann nýlega en hann þykir styrkja vísbendingar um að olíu sé að finna á Drekanum. 31. mars 2009 19:15 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Fjöldi starfa gæti skapast á norðausturhorni Íslands á næstu árum, verði ráðist í olíuleit á Drekasvæðinu. Bara þyrluþjónusta við olíuborpalla kallar á tugi starfsmanna.Íbúum sveitarfélagsins Fjell á eyju utan við Bergen fjölgaði úr sjöþúsund í yfir tuttugu þúsund á þeim árum sem höfnin við Ågotnes byggðist upp, ein af mörgum þjónustuhöfnum Noregs við olíuiðnaðinn. Á hafnarsvæðinu starfa þrettánhundruð manns í 65 fyrirtækjum. Borpallar koma reglulega inn til viðhalds, skip eru í stöðugum ferðum með rör, efni og vistir til olíusvæðanna og flutningabílar streyma að með allskyns varning.Hefjist olíuvinnsla á Drekasvæðinu sjá menn fyrir sér að höfn sem þessi byggist upp í Gunnólfsvík við Langanes, en fyrstu árin, meðan olíuleit stendur yfir, verði hafnirnar á Vopnafirði og Þórshöfn nýttar til að þjónusta leitarpalla. Hafsteinn Ágústsson, olíuverkfræðingur í Bergen, segir að einnig þurfi flugvöll á svæðinu sem geti tekið á móti stórum vöruflutningavélum. Við þetta geti skapast töluverð atvinna og gróska fyrir þetta svæði.Sola-flugvöllur við Stavanger er helsta þyrlumiðstöð olíusvæða Noregs en á Íslandi sjá menn Egilsstaðaflugvöll fá slíkt hlutverk og þar þurfi fljótlega að reisa þyrluskýli. Nils-Rune Kolnes, yfirflugstjóri CHC Helicopter í Stavanger, segir að einn borpallur kalli á lágmark tvær þyrlur en að jafnframt yrði væntanlega gerð krafa um að björgunarþyrla væri til reiðu allan sólarhringinn. Þessi starfsemi geti þýtt 40-50 störf.Íslendingar gætu sjálfir annast alla þyrlu- og björgunarþjónustu og tekið Færeyinga sér til fyrirmyndar sem leyfa ekki starfsemi erlendra þyrlufélaga.
Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar verði olíuþjóð Íslendingar eiga eftir að verða olíuþjóð, segir helsti sérfræðingur Noregs í Jan Mayen svæðinu, og líkir því við verðmætustu olíusvæði heims. Nýjustu hljóðbylgjumælingar sem gerðar voru á Drekanum í fyrra lofa góðu og mikill áhugi er meðal olíufélaga að kaupa upplýsingarnar. 30. mars 2009 19:00 Olían lekur upp úr Drekasvæðinu Gervihnattamyndir benda til þess að olía leki af hafsbotni og til yfirborðs á bletti sunnarlega á Drekasvæðinu. Þetta kom fram á ársfundi Orkustofnunar í Reykjavík í dag. Bresk-hollenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í olíu- og málmleit með gervihnöttum, fann olíulekann nýlega en hann þykir styrkja vísbendingar um að olíu sé að finna á Drekanum. 31. mars 2009 19:15 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Spáir því að Íslendingar verði olíuþjóð Íslendingar eiga eftir að verða olíuþjóð, segir helsti sérfræðingur Noregs í Jan Mayen svæðinu, og líkir því við verðmætustu olíusvæði heims. Nýjustu hljóðbylgjumælingar sem gerðar voru á Drekanum í fyrra lofa góðu og mikill áhugi er meðal olíufélaga að kaupa upplýsingarnar. 30. mars 2009 19:00
Olían lekur upp úr Drekasvæðinu Gervihnattamyndir benda til þess að olía leki af hafsbotni og til yfirborðs á bletti sunnarlega á Drekasvæðinu. Þetta kom fram á ársfundi Orkustofnunar í Reykjavík í dag. Bresk-hollenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í olíu- og málmleit með gervihnöttum, fann olíulekann nýlega en hann þykir styrkja vísbendingar um að olíu sé að finna á Drekanum. 31. mars 2009 19:15