Fleiri styðja Bjarna í formanninn 26. mars 2009 19:06 Bjarni Benediktsson nýtur stuðnings tæp sextíu prósent Sjálfstæðismanna til að verða næsti formaður flokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Vísis, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Kristján Þór Júlíusson hefur þó svipað fylgi og hann á landsbyggðinni. Sjálfstæðismenn kjósa sér nýjan formann á landsfundi flokksins um helgina. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins vilja fjörtíu og sjö prósent landsmanna að Bjarni verði næsti formaður flokksins en tæp þrjátíu og sex prósent að Kristján Þór Júlíusson taki við embættinu. Rúm sautján prósent vilja einhvern annan en Bjarna og Kristján. Stuðningurinn við Bjarna er mun meiri meðal Sjálfstæðismanna eingöngu. Tæp fimmtíu og átta prósent þeirra vilja Bjarna sem næsta formann en tæp þrjátíu prósent Kristján. Tæp þrettán prósent Sjálfstæðismanna vilja hvorugan. Bjarni hefur nokkuð meiri stuðning en Kristján á höfuðborgarsvæðinu en tæpur helmingur höfuðborgarbúa vill Bjarna. Á landsbyggðinni er stuðningurinn mjög svipaður við þá báða en tæp fjörtíu og fjögurprósent vilja Bjarna en rúm fjörtíu og tvö prósent Kristján. Niðurstaðan byggist á könnun sem gerð var í gær. Hringt var í átta hundruð einstaklinga af landinu öllu en rúmur helmingur tók afstöðu til spurningarinnar. Vert er að hafa í huga að innan við vika er síðan að Kristján lýsti yfir formannsframboði en þá hafði verið vitað frá því í byrjun febrúar að Bjarni sæktist eftir formennskunni. Það er í höndum landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að kjósa næsta formann en þeir eru um nítján hundruð og skiptast nokkuð jafnt á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Kosningin fer fram á sunnudaginn. Kosningar 2009 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Bjarni Benediktsson nýtur stuðnings tæp sextíu prósent Sjálfstæðismanna til að verða næsti formaður flokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Vísis, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Kristján Þór Júlíusson hefur þó svipað fylgi og hann á landsbyggðinni. Sjálfstæðismenn kjósa sér nýjan formann á landsfundi flokksins um helgina. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins vilja fjörtíu og sjö prósent landsmanna að Bjarni verði næsti formaður flokksins en tæp þrjátíu og sex prósent að Kristján Þór Júlíusson taki við embættinu. Rúm sautján prósent vilja einhvern annan en Bjarna og Kristján. Stuðningurinn við Bjarna er mun meiri meðal Sjálfstæðismanna eingöngu. Tæp fimmtíu og átta prósent þeirra vilja Bjarna sem næsta formann en tæp þrjátíu prósent Kristján. Tæp þrettán prósent Sjálfstæðismanna vilja hvorugan. Bjarni hefur nokkuð meiri stuðning en Kristján á höfuðborgarsvæðinu en tæpur helmingur höfuðborgarbúa vill Bjarna. Á landsbyggðinni er stuðningurinn mjög svipaður við þá báða en tæp fjörtíu og fjögurprósent vilja Bjarna en rúm fjörtíu og tvö prósent Kristján. Niðurstaðan byggist á könnun sem gerð var í gær. Hringt var í átta hundruð einstaklinga af landinu öllu en rúmur helmingur tók afstöðu til spurningarinnar. Vert er að hafa í huga að innan við vika er síðan að Kristján lýsti yfir formannsframboði en þá hafði verið vitað frá því í byrjun febrúar að Bjarni sæktist eftir formennskunni. Það er í höndum landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að kjósa næsta formann en þeir eru um nítján hundruð og skiptast nokkuð jafnt á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Kosningin fer fram á sunnudaginn.
Kosningar 2009 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira