Enski boltinn

Alan Wiley úthlutað Manchester United leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alan Wiley er að nálgast sextugsaldurinn.
Alan Wiley er að nálgast sextugsaldurinn. Mynd/AFP
Dómarinn Alan Wiley mun dæma leik Hull og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni sem fer fram 27. desember næstkomandi, Wiley komst heldur betur í fréttirnar eftir síðasta United-leik sem hann dæmdi en hann fór fram 3. október síðastliðinn.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, fékk tveggja leikja bann fyrir að gagnrýna líkamlegt form Alan Wiley eftir 2-2 jafntefli Manchester United og Sunderland á Old Trafford 3. október.

Ferguson baðst seinna afsökunar á ummælum sínum en eftir leikinn kom í ljós að það höfðu bara fjórir leikmenn liðsins hlaupið meira en Wiley í leiknum. Wiley hljóp alls rúma ellefu kílómetra þær 95 mínútur sem leikurinn stóð yfir.

Wiley er 49 ára og sjö mánaða og annar elsti dómari deildarinnar. Sá elsti er Peter Walton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×