Enski boltinn

Cole með slitið krossband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Cole í leik með Chelsea.
Joe Cole í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Joe Cole mun ekki spila meira með Chelsea á tímabilinu þar sem hann gekkst undir aðgerð í morgun þar sem hann gekkst undir aðgerð í dag vegna slitins krossbands í hné.

Cole meiddist í leik Chelsea gegn Southend í vikunni en þetta er vissulega mikið áfall fyrir Chelsea og Cole sjálfan.

„Mér finnst þetta afskaplega leiðinlegt fyrir hans hönd. Þetta er líka slæmt fyrir liðið að svo mikilvægur leikmaður geti ekki spilað með því," sagði Scolari á heimasíðu Chelsea.

Meiðslin gætu þýtt að Chelsea gæti þurft að fá sér nýjan leikmann til félagsins í félagaskiptaglugganum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×