Innlent

Verður líklegast fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Fari svo að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn verður hún líklegast fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann í heiminum. Maki Jóhönnu er Jónína Leósdóttir blaðamaður samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis.„Við munum ekki eftir neinum öðrum samkynhneigðum forsætisráðherra svona í fljótu bragði," segir Lárus Ari Knútsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, sem eru hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi. Lárus segir að Samtökin ´78 séu þverpólitísks eðlis og taki málefni fram yfir dægurþras stjórnmálanna. „Það er auðvitað ánægjulegt að sjá að ekki er spurt að kynhneigð þegar skipað er í æðstu embætti þjóðarinnar," segir Lárus. „Þetta kemur svo sem ekkert á óvart þar sem að íslensk löggjöf um réttindi samkynhneigðra er á meðal þeirra framsæknustu í heiminum," segir Lárus. Hann segir að enn eigi þó eftir að bæta réttindastöðu transgenders fólks á Íslandi auk þess sem að Samtökin ´78 hafi barist fyrir því að einungis verði ein hjúskaparlöggjöf í landinu sem gildi jafnt fyrir gagn- og samkynhneigða.Eins og fram hefur komið verður Jóhanna jafnframt fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.
Tengdar fréttir

Jóhanna yrði fyrsti kvenforsætisráðherrann

Fari svo að Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, leiði ríkisstjórn í minnihlutasamstarfi við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð verður hún fyrst íslenskra kvenna til að gegna starfi forsætisráðherra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.