Enski boltinn

Bætist á meiðslalista United

Elvar Geir Magnússon skrifar
Evans verður líklega frá í viku og spilar ekki um næstu helgi.
Evans verður líklega frá í viku og spilar ekki um næstu helgi.

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að sigurinn á Derby í kvöld falli í skuggann af meiðslum sem leikmenn hans urðu fyrir í leiknum. Jonny Evans, Rafael da Silva, Anderson og Nani meiddust allir.

Rafael fór af velli í fyrri hálfleik og óttast Ferguson að hann verði frá í nokkrar vikur. Ekki er vitað hversu alvarlega meiðsli Nani eru en Anderson var borinn af velli undir lokin á börum og er hann nú í skoðun á sjúkrahúsi.

United hafði framkvæmt allar sínar skiptingar þegar Evans meiddist og kláraði hann leikinn haltrandi. Ferguson reiknar með því að hann verði frá í viku vegna meiðsla sinna og leiki því ekki á laugardag þegar United mætir Tottenham.


Tengdar fréttir

United komið á Wembley

Evrópu- og Englandsmeistarar Manchester United unnu í kvöld 4-2 sigur á 1. deildarliði Derby á Old Trafford. United er þar með komið í úrslitaleik enska deildabikarsins með samtals 4-3 sigri úr tveimur undanúrslitaleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×