Lífið

Ekki nógu svekktur, pirraður og reiður til að blogga

Simmi og Jói.
Simmi og Jói.

Simmi og Jói, kynnar Idol keppninnar sem hefst á Stöð 2 13. febrúar, eru byrjaðir að blogga.

 

Vísir spurði Simma út í glænýja bloggsíðu félaganna.

 

„Við ætlum bara að dreifa frjókornum Idolsins sem víðast. Svo það skjóti rótum og fólk verði háð því," svarar Simmi. 

 

„Við erum að hugsa um að reyna að ná líka yfirráðum yfir allri landbúnaðarframleiðslu á Íslandi og framleiða Idol egg og brauð, Þykkvabæjar-Idolkartöflur og Idolmjólk og skyr." 

 

Hvor ykkar bloggar? „Við skiptumst á," svarar Simmi og bætir við:

 

„Ég byrjaði að blogga á sínum tíma en svo nennti ég því ekki. Ég var ekki nógu svekktur, pirraður og reiður til að halda úti bloggsíðu."

 

 

 

 

 

Blogg Simma og Jóa
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.