Enski boltinn

McAllister ráðinn til starfa hjá Portsmouth

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary McAllister með Michael Owen þegar Liverpool vann Samfélagsskjöldinn 2001.
Gary McAllister með Michael Owen þegar Liverpool vann Samfélagsskjöldinn 2001. Mynd/AFP
Gary McAllister, fyrrum leikmaður og stjóri hjá Leeds United, verður aðstoðarstjóri hjá Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth. Portsmouth er búið að tapa sjö fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og hefur þurft að leika án íslenska landsliðsfyrirliðans í þeim öllum.

McAllister mun aðstoða Paul Hart en McAllister hafnaði því að gerast aðstoðarmaður George Burley hjá skoska landsliðinu. McAllister mun koma í staðinn fyrir Brian Kidd sem vildi ekki halda áfram á Fratton Park í haust.

McAllister er orðinn 44 ára gamall en lék á sínum tíma með Motherwell, Leeds, Coventry aog Liverpool auk þess að spila 57 landsleiki fyrir Skota. Hann var spilandi stjóri hjá Coventry og stýrði síðan Leeds í eitt og hálft tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×