Innlent

Vilja ræða við grunaðan barnaníðing

Kate McCann
Kate McCann
Foreldrar Madeleine McCann hafa biðlað til grunaðs barnaníðings að „sýna skilning" og vinna með einkaspæjara sem skoðar málið. Einkaspæjarateymi hjónanna vill fá að yfirheyra hinn 64 ára gamla Raymond Hewlett á næstu dögum með von um að hann geti varpað ljósi á hvarf dóttur þeirra úr sumarfríi í Portúgal í maí 2007.

Hewlett er grunaður um að hafa dvalið nærri hótelinu sem Madeleine hvarf af. Hinn breski Hewlett sem bjó áður í Blackpool og Telford er sagður hafa verið í læknismeðferð í Þýskalandi vegna krabbameins í hálsi á þeim tíma. Hann hefur nokkrum sinnum verið fangelsaður fyrir að áreita ungar stúlkur.

„Hewlett hefur neitað allri aðild að hvarfi Madeleine," segir Clarence Mitchell talskona hjónanna.

„Okkar menn vonast til þess að hann sýni samvinnu og gefi þeim þær upplýsingar sem þarf til þess að hreinsa hann af öllum grun. Það er ljóst að hann er veikur og það er ljóst að hann býr yfir upplýsingum sem okkar menn vilja fá. Það er einnig ljóst að við munum ræða við hann á komandi dögum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×