Innlent

Blaðakona og fegurðardrottning dæmd fyrir njósnir

Íransk-bandaríska fréttakonan Roxana Saberi hefur verið dæmd í átta ára fangelsi í Íran. Roxana hefur verið búsett í Íran í sex ár og starfaði meðal annars sem blaðakona fyrir BBC, Fox News og fleiri fréttastöðvar. Hún var upprunalega handtekinn í janúar á þessu ári en réttarhöldin yfir henni hafa verið lokuð.

Hún var upprunalega handtekinn fyrir að starfa sem fréttakona án þess að eiga viðeigandi blaðamannapassa. Síðar var hún sökuð um að hafa keypt bjór. Litlar fréttir eru að hafa um hana og málið allt samkvæmt BBC en lögfræðingur hennar fullyrðir að hún hafi verið dæmd í átta ára fangelsi fyrir njósnir.

Bandarísk yfirvöld hafa áhyggjur af málinu en Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur beitt sér í málinu. Roxana er þrjátíu og eins og árs gömul og er vel menntuð kona. Hún er hálf írönsk en móðir hennar japönsk.

Athygli vekur að Roxana sigraði fegurðarsamkeppni í Norðu-Dakóta árið 1998 og tók þátt í ungfrú Bandaríkin í kjölfarið. Þar endaði hún á meðal tíu efstu keppanda.

Eftir að hafa menntað sig í Bandaríkjunum fór hún til Bretlands þar sem hún fór í framhaldsnám í Cambridge. Síðan flutti hún til Teheran í Íran þar sem hún er að skrifa bók auk þess sem hún er fréttaritari fyrir nokkra stærstu fréttamiðla vesturlandanna.

Málið hefur enga athygli vakið í Íran og svo virðist sem engin fjölmiðill þar í landi hafi greint frá málinu.

Stjórn Bandaríkjanna hefur miklar áhyggjur af málinu og óttast að dómurinn yfir Roxönu bendi til harðandi samskipta á milli landanna. Ekki er langt síðan Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sendi írönsku þjóðinni myndbandsskilaboð. Miklar vonir voru bundnar við skilaboðin enda var tilgangur þeirra að liðka fyrir í samskiptum landanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×