Enski boltinn

Le Saux sparkað úr dansþætti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Graeme Le Saux entist ekki lengi í Dancing on Ice.
Graeme Le Saux entist ekki lengi í Dancing on Ice.

Stuðningsmenn Chelsea áttu miður skemmtilegan dag á sunnudaginn. Fyrst máttu þeir horfa upp á sína menn tapa fyrir Manchester United og síðar um daginn var Graeme Le Saux kosinn af dansþættinum Dancing on Ice.

Eins og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða listdans á skautum en keppendur hafa undirbúið sig í marga mánuði fyrir þáttinn. Sá undirbúningur reyndist ekki nægilega góður í tilfelli Le Saux sem er fyrrum leikmaður Chelsea og enska landsliðsins.

„Ég naut þessa til hins ítrasta," sagði Le Saux eftir þáttinn. „Þetta var stutt en gaman. Ég mun sakna krakkanna - skautafólksins og hinna frægu einstaklinganna því við vorum búin að skapa góðan liðsanda í hópnum."

Le Saux lék með Chelsea árin 1987 til 1993 og svo aftur frá 1997 til 2003. Hann lék 36 leiki með landsliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×