Enski boltinn

Slæmt tap hjá Guðjóni og félögum í Crewe

Ómar Þorgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson. Nordic photos/AFP

Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í Crewe töpuðu 1-2 gegn Aldershot Town í ensku d-deildinni í dag en heimamenn í Crewe komust yfir í leiknum. Shaun Miller kom Crewe yfir þegar um stundarfjórðungur var liðinn af leiknum en Scott Donnelly jafnaði fyrir gestina eftir um hálftíma leik og staðan var 1-1 í hálfleik.

Kirk Hudson skoraði svo sigurmark Andershot Town um miðjan síðari hálfleik en Crewe er í tíunda sæti deildarinnar með fjóra sigra og fjögur töp eftir fyrstu átta leikina. Guðjón var að vonum svekktur í leikslok.

„Við hefðum getað skorað fjögur til fimm mörk bara í fyrri hálfleiknum. Það var alveg ótrúlegt að við skyldum ekki ná að skora miðað við marktækifærin sem við vorum að fá," sagði Guðjón í leikslok í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×