Landeyjahöfn nálgast Vestmannaeyjar hratt 4. júní 2009 19:08 Varnargarðar nýju Landeyjahafnar nálgast nú Vestmannaeyjar hratt og er verktakinn á tveimur vikum búinn með þrjúhundruð metra af sjöhundruð. Þetta stærsta jarðvinnuverk sem nú er unnið að hérlendis mun valda byltingu í samskiptum Eyjamanna við aðra landsmenn.Frá Heimaey til fastalandsins eru tíu kílómetrar en sú leið hefur verið að styttast hratt síðustu tvær vikur frá því trukkar Suðurverks byrjuðu að sturta grjótinu í tvo varnargarða sem eiga að skýla væntanlegri ferjuhöfn. Fimmtán svona risatæki eru í stöðugum akstri og nærri níutíu starfsmenn á þrískiptum vöktum sjá til þess að rífandi gangur er í verkinu.Dofri Eysteinsson, eigandi Suðurverks, segist vel tækjum búinn og hafa góðan mannskap. Unnið sé allan sólarhringinn og alla daga.Þótt þrjúhundruð metrar séu búnir er ljóst að þeir fjögurhundruð sem eftir eru verða ekki jafn fljótgerðir því dýpið verður stöðugt meira eftir því sem verkinu miðar áfram út í Atlantshafið. Garðarnir eiga að verða komnar í endanlega lengd í haust og þá fer vinna á fullt við gerð sjálfrar ferjubryggjunnar.Það verður svo næsta sumar, eftir rúmt ár, sem höfnin verður tekin í notkun, höfn sem valda mun þáttaskilum í samskiptum Eyjamanna, ekki síst við Rangæinga. Dofri segir þetta mikla samgöngubót fyrir byggðirnar og það réttmæta.Suðurverksmenn hófust handa síðasta sumar við að sækja grjót upp í Seljalandsheiði og safna því í haug við Markarfljót en í staðinn fyrir að flytja grjótið yfir fljótið færðu þeir einfaldlega fljótið. Þeir gerðu svo göng undir Suðurlandsveg svo trukkarnir þyrftu ekki að stoppa og þvera hringveginn en Dofri vill að þau verði áfram sem mislæg gatnamót hins nýja Vestmannaeyjavegar. Hann hvetur til þess að sá möguleiki verði skoðaður áður en rörið verður fjarlægt. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Varnargarðar nýju Landeyjahafnar nálgast nú Vestmannaeyjar hratt og er verktakinn á tveimur vikum búinn með þrjúhundruð metra af sjöhundruð. Þetta stærsta jarðvinnuverk sem nú er unnið að hérlendis mun valda byltingu í samskiptum Eyjamanna við aðra landsmenn.Frá Heimaey til fastalandsins eru tíu kílómetrar en sú leið hefur verið að styttast hratt síðustu tvær vikur frá því trukkar Suðurverks byrjuðu að sturta grjótinu í tvo varnargarða sem eiga að skýla væntanlegri ferjuhöfn. Fimmtán svona risatæki eru í stöðugum akstri og nærri níutíu starfsmenn á þrískiptum vöktum sjá til þess að rífandi gangur er í verkinu.Dofri Eysteinsson, eigandi Suðurverks, segist vel tækjum búinn og hafa góðan mannskap. Unnið sé allan sólarhringinn og alla daga.Þótt þrjúhundruð metrar séu búnir er ljóst að þeir fjögurhundruð sem eftir eru verða ekki jafn fljótgerðir því dýpið verður stöðugt meira eftir því sem verkinu miðar áfram út í Atlantshafið. Garðarnir eiga að verða komnar í endanlega lengd í haust og þá fer vinna á fullt við gerð sjálfrar ferjubryggjunnar.Það verður svo næsta sumar, eftir rúmt ár, sem höfnin verður tekin í notkun, höfn sem valda mun þáttaskilum í samskiptum Eyjamanna, ekki síst við Rangæinga. Dofri segir þetta mikla samgöngubót fyrir byggðirnar og það réttmæta.Suðurverksmenn hófust handa síðasta sumar við að sækja grjót upp í Seljalandsheiði og safna því í haug við Markarfljót en í staðinn fyrir að flytja grjótið yfir fljótið færðu þeir einfaldlega fljótið. Þeir gerðu svo göng undir Suðurlandsveg svo trukkarnir þyrftu ekki að stoppa og þvera hringveginn en Dofri vill að þau verði áfram sem mislæg gatnamót hins nýja Vestmannaeyjavegar. Hann hvetur til þess að sá möguleiki verði skoðaður áður en rörið verður fjarlægt.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira