Enski boltinn

Aston Villa lagði West Brom

NordicPhotos/GettyImages

Aston Villa þurfti að taka á öllu sínu í dag til að leggja botnlið West Brom 2-1 í grannaslag í miðlöndum.

Sigurinn fleytir Aston Villa í þriðja sæti deildarinnar en West Brom er enn á botninum ásamt Blackburn.

Curtis Davies náði forystu fyrir Villa með skallamarki á 19. mínútu og útlit var fyrir auðveldan sigur heimamanna þegar Gabriel Agbonlahor skoraði annað mark rétt áður en flautað var til hálfleiks. Hann skoraði eftir dæmalausan sofandahátt í vörn West Brom.

Gestirnir hresstust þó mikið í síðari hálfleik og James Morrison minnkaði muninn með skoti sem hrökk af varnarmanni og í netið. West Brom hélt áfram að berjast en náði ekki að skapa sér nógu hættuleg marktækifæri, þó leikmenn hefðu viljað fá vítaspyrnu seint í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×