Innlent

Björgvin G. fékk víst styrk frá Baugi

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson.

Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar fékk 300 þúsund krónur í styrk frá Baugi vegna þáttöku í prófkjöri árið 2007. DV hafði greint frá þessu á miðvikudaginn en Sigurður G. Guðjónsson lögmaður sem var kosningastjóri Björgvins á sínum tíma hafði samband við blaðið og þvertók fyrir að Björgvin hefði þegið styrk frá Baugi. DV birtir hins vegar í dag frétt um að blaðið hafi nú sannreynt að styrkurinn hafi verið greiddur.

„Reikningurinn var gefinn út af stuðningsmannafélagi þingmannsins, Kosningafélagi Björgvins G. Sigurðssonar og greiddur af Baugi," segir í frétt á heimasíðu DV.

Þar segir að félagið sé skráð til heimilis að Hrafnhólum 7 og með kennitölu 671006-1510. Sigurður sagði í samtali við DV á miðvikudag að framboð Björgvins hafi fengið afskaplega lítið af styrkjum í baráttunni, smávægilegar upphæðir frá Sunnlendingum og auk þess sem fjölskylda þingmannsins hjálpaði honum með rest. Enga ofurstyrki hafi verið um að ræða. Frétt DV um málið má sjá hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×