Lögblindir greiða fullan nefskatt RÚV 23. júlí 2009 04:45 halldór sævar guðbergsson Allir öryrkjar þurfa að greiða fullan nefskatt til Ríkisútvarpsins 1. ágúst næstkomandi. Áður, þegar afnotagjöld voru innheimt af RÚV, fengu öryrkjar 20 prósenta afslátt af afnotagjöldunum. Lögblindir og heyrnarlausir voru hins vegar undanþegnir gjaldinu. Öryrkjabandalagið (ÖBÍ) hefur sent menntamálaráðherra erindi vegna þessa. „Ég hugsa að það verði ekki gerðar breytingar á þessu fyrir ágúst en við viljum skoða þetta því ég skil algjörlega þessa gagnrýni. Þetta er eðlileg krafa miðað við hvernig þetta var iðkað án þess að ég lofi neinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Eðli innheimtunnar hefur breyst, að sögn Katrínar. Áður innheimti RÚV afnotagjöldin og var þetta þá samningsatriði milli RÚV og ÖBÍ. Nú er það hins vegar á vegum skattayfirvalda að innheimta. Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, segir að í erindinu hafi verið óskað eftir því að samræmi sé á milli hópa. Til dæmis greiði einstaklingar yfir 70 ára ekki nefskatt. Það geri hins vegar öryrkjar sem búi á sambýli. „Það ætti frekar að taka mið af fjárhagsgetu frekar en aldri manna. Hins vegar er það svo að ef öryrki býr einn borgar hann núna minna en hann greiddi í afnotagjöld,“ segir Halldór. „Gagnvart ákveðnum hópum eins og heyrnarskertum og lögblindum er þetta mjög ósanngjarnt þar sem þeir nýta sér þetta að takmörkuðu leyti. Til dæmis vantar talsvert á rit- og táknmálstúlkun á RÚV fyrir heyrnarskerta.“ Ekki hefur ÖBÍ reifað leiðir til þess að hægt sé að koma til móts við þessi sjónarmið. „Ef það er vilji til þess að breyta þessu er hægt að finna ýmsar leiðir. Til dæmis með beinum afslætti eða fella gjaldið niður hjá fleiri hópum,“ segir Halldór. Blindir og sjónskertir á Íslandi eru um 1.500 talsins. Þar eru milli fjögur og fimm hundruð manns lögblindir og hundrað manns alblindir. „Það er auðvitað ósanngjarnt að menn séu rukkaðir um fullt gjald því þetta er þjónusta sem lögblindir geta ekki nýtt sér með sama hætti og þeir sem eru fullsjáandi,“ segir Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélags Íslands. Nefskattur er 17.200 krónur og er fyrsti greiðsludagur 1. ágúst næstkomandi. Allir á aldrinum 16 til 70 ára þurfa að greiða skattinn. Fyrir liggur hugmynd um að fjölga gjalddögum skattsins í þrjá. vidirp@frettabladid.is katrín jakobsdóttir Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Allir öryrkjar þurfa að greiða fullan nefskatt til Ríkisútvarpsins 1. ágúst næstkomandi. Áður, þegar afnotagjöld voru innheimt af RÚV, fengu öryrkjar 20 prósenta afslátt af afnotagjöldunum. Lögblindir og heyrnarlausir voru hins vegar undanþegnir gjaldinu. Öryrkjabandalagið (ÖBÍ) hefur sent menntamálaráðherra erindi vegna þessa. „Ég hugsa að það verði ekki gerðar breytingar á þessu fyrir ágúst en við viljum skoða þetta því ég skil algjörlega þessa gagnrýni. Þetta er eðlileg krafa miðað við hvernig þetta var iðkað án þess að ég lofi neinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Eðli innheimtunnar hefur breyst, að sögn Katrínar. Áður innheimti RÚV afnotagjöldin og var þetta þá samningsatriði milli RÚV og ÖBÍ. Nú er það hins vegar á vegum skattayfirvalda að innheimta. Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, segir að í erindinu hafi verið óskað eftir því að samræmi sé á milli hópa. Til dæmis greiði einstaklingar yfir 70 ára ekki nefskatt. Það geri hins vegar öryrkjar sem búi á sambýli. „Það ætti frekar að taka mið af fjárhagsgetu frekar en aldri manna. Hins vegar er það svo að ef öryrki býr einn borgar hann núna minna en hann greiddi í afnotagjöld,“ segir Halldór. „Gagnvart ákveðnum hópum eins og heyrnarskertum og lögblindum er þetta mjög ósanngjarnt þar sem þeir nýta sér þetta að takmörkuðu leyti. Til dæmis vantar talsvert á rit- og táknmálstúlkun á RÚV fyrir heyrnarskerta.“ Ekki hefur ÖBÍ reifað leiðir til þess að hægt sé að koma til móts við þessi sjónarmið. „Ef það er vilji til þess að breyta þessu er hægt að finna ýmsar leiðir. Til dæmis með beinum afslætti eða fella gjaldið niður hjá fleiri hópum,“ segir Halldór. Blindir og sjónskertir á Íslandi eru um 1.500 talsins. Þar eru milli fjögur og fimm hundruð manns lögblindir og hundrað manns alblindir. „Það er auðvitað ósanngjarnt að menn séu rukkaðir um fullt gjald því þetta er þjónusta sem lögblindir geta ekki nýtt sér með sama hætti og þeir sem eru fullsjáandi,“ segir Kristinn Halldór Einarsson, formaður Blindrafélags Íslands. Nefskattur er 17.200 krónur og er fyrsti greiðsludagur 1. ágúst næstkomandi. Allir á aldrinum 16 til 70 ára þurfa að greiða skattinn. Fyrir liggur hugmynd um að fjölga gjalddögum skattsins í þrjá. vidirp@frettabladid.is katrín jakobsdóttir
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira