Einu börnin í Álftaveri hafa einkabílstjóra 20. desember 2009 19:20 Tvær systur á bænum Þykkvabæjarklaustri eru einu börnin sem eftir eru í fornfrægri sveit. Næstu leikfélagar búa í fimmtíu kílómetra fjarlægð og skólabílstjórinn, sem er þeirra einkabílstjóri, ekur tvöhundruð kílómetra á dag til að koma þeim í og úr skóla. Systurnar Lilja Rós og Elía Bergrós Sigurðardætur eru búnar að aka í skólabílnum í fimmtíu mínútur þegar þær mæta í Kirkjubæjarskóla og eiga svo eftir að aka í aðrar fimmtíu mínútur á leið heim aftur í Álftaverið; grasgefna sveit austan við Mýrdalssand milli Víkur og Klausturs. Foreldrar þeirra eru með kindur og kýr á Þykkvabæjarklaustri, en þar var munkaklaustur í nærri fjögur hundruð ár fyrir siðaskipti, þar var Þorlákur helgi ábóti og þar var Lilja kveðin. Móðir þeirra, Kristbjörg Hilmarsdóttir, er ekki svartsýn um framtíð Álftaversins. Það muni blómstra aftur og verða fullt af börnum á ný, segir hún. Þetta gangi í bylgjum. Þau byrjuðu með ferðaþjónustu í fyrrasumar til að styðja við búskapinn. Hún gengur ágætlega, segir Kristbjörg, og það sé mjög gaman að sjá hvað gestir eru hugfangnir af sveitinni og hafi gaman að því að kíkja í fjósið og fylgjast með sveitastörfunum. Í fjárhúsinu er uppáhaldskindin hún Prinsessa, sem orðin er tólf ára gömul og hefur fylgt systrunum frá því þær fóru að muna eftir sér. En sjá þær framtíð sína í sveit? Þær segjast báðar getað hugsað sér að verða bændur eins og mamma. Sú eldri, Lilja Rós, nefnir að hún geti hugsað sér að verða snyrtifræðingur og sú yngri, Elía Bergrós, segir draumastarfið vera í kringum hesta, sem svo sannarlega væri hægt í Álftaveri. Tveir eldri bræður þeirra, Arnþór og Þórður, eru í framhaldsnámi í Reykjavík. Fjölskyldan keypti þar íbúð og pabbinn, Sigurður Arnar Sverrisson bifvélavirki, fékk sér vinnu í borginni til að geta annast strákana, en kemur svo heim um helgar. Kristbjörg segir að þetta sé sú leið sem margir fara; að fjárfesta í íbúð í Reykjavík og reyna að reka annað heimili fyrir börnin þegar þau fara í skóla. Hún segist hvergi annars staðar vilja eiga heima, eftir að hafa reynt það sjálf að búa á mölinni. Þau bjuggu Akranesi í smátíma en hún segir að það sé enginn draumur að fara í burtu. Það sé ósköp notalegt og gott að búa í Álftaveri. Þar finnist henni best að vera. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Tvær systur á bænum Þykkvabæjarklaustri eru einu börnin sem eftir eru í fornfrægri sveit. Næstu leikfélagar búa í fimmtíu kílómetra fjarlægð og skólabílstjórinn, sem er þeirra einkabílstjóri, ekur tvöhundruð kílómetra á dag til að koma þeim í og úr skóla. Systurnar Lilja Rós og Elía Bergrós Sigurðardætur eru búnar að aka í skólabílnum í fimmtíu mínútur þegar þær mæta í Kirkjubæjarskóla og eiga svo eftir að aka í aðrar fimmtíu mínútur á leið heim aftur í Álftaverið; grasgefna sveit austan við Mýrdalssand milli Víkur og Klausturs. Foreldrar þeirra eru með kindur og kýr á Þykkvabæjarklaustri, en þar var munkaklaustur í nærri fjögur hundruð ár fyrir siðaskipti, þar var Þorlákur helgi ábóti og þar var Lilja kveðin. Móðir þeirra, Kristbjörg Hilmarsdóttir, er ekki svartsýn um framtíð Álftaversins. Það muni blómstra aftur og verða fullt af börnum á ný, segir hún. Þetta gangi í bylgjum. Þau byrjuðu með ferðaþjónustu í fyrrasumar til að styðja við búskapinn. Hún gengur ágætlega, segir Kristbjörg, og það sé mjög gaman að sjá hvað gestir eru hugfangnir af sveitinni og hafi gaman að því að kíkja í fjósið og fylgjast með sveitastörfunum. Í fjárhúsinu er uppáhaldskindin hún Prinsessa, sem orðin er tólf ára gömul og hefur fylgt systrunum frá því þær fóru að muna eftir sér. En sjá þær framtíð sína í sveit? Þær segjast báðar getað hugsað sér að verða bændur eins og mamma. Sú eldri, Lilja Rós, nefnir að hún geti hugsað sér að verða snyrtifræðingur og sú yngri, Elía Bergrós, segir draumastarfið vera í kringum hesta, sem svo sannarlega væri hægt í Álftaveri. Tveir eldri bræður þeirra, Arnþór og Þórður, eru í framhaldsnámi í Reykjavík. Fjölskyldan keypti þar íbúð og pabbinn, Sigurður Arnar Sverrisson bifvélavirki, fékk sér vinnu í borginni til að geta annast strákana, en kemur svo heim um helgar. Kristbjörg segir að þetta sé sú leið sem margir fara; að fjárfesta í íbúð í Reykjavík og reyna að reka annað heimili fyrir börnin þegar þau fara í skóla. Hún segist hvergi annars staðar vilja eiga heima, eftir að hafa reynt það sjálf að búa á mölinni. Þau bjuggu Akranesi í smátíma en hún segir að það sé enginn draumur að fara í burtu. Það sé ósköp notalegt og gott að búa í Álftaveri. Þar finnist henni best að vera.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira