Einu börnin í Álftaveri hafa einkabílstjóra 20. desember 2009 19:20 Tvær systur á bænum Þykkvabæjarklaustri eru einu börnin sem eftir eru í fornfrægri sveit. Næstu leikfélagar búa í fimmtíu kílómetra fjarlægð og skólabílstjórinn, sem er þeirra einkabílstjóri, ekur tvöhundruð kílómetra á dag til að koma þeim í og úr skóla. Systurnar Lilja Rós og Elía Bergrós Sigurðardætur eru búnar að aka í skólabílnum í fimmtíu mínútur þegar þær mæta í Kirkjubæjarskóla og eiga svo eftir að aka í aðrar fimmtíu mínútur á leið heim aftur í Álftaverið; grasgefna sveit austan við Mýrdalssand milli Víkur og Klausturs. Foreldrar þeirra eru með kindur og kýr á Þykkvabæjarklaustri, en þar var munkaklaustur í nærri fjögur hundruð ár fyrir siðaskipti, þar var Þorlákur helgi ábóti og þar var Lilja kveðin. Móðir þeirra, Kristbjörg Hilmarsdóttir, er ekki svartsýn um framtíð Álftaversins. Það muni blómstra aftur og verða fullt af börnum á ný, segir hún. Þetta gangi í bylgjum. Þau byrjuðu með ferðaþjónustu í fyrrasumar til að styðja við búskapinn. Hún gengur ágætlega, segir Kristbjörg, og það sé mjög gaman að sjá hvað gestir eru hugfangnir af sveitinni og hafi gaman að því að kíkja í fjósið og fylgjast með sveitastörfunum. Í fjárhúsinu er uppáhaldskindin hún Prinsessa, sem orðin er tólf ára gömul og hefur fylgt systrunum frá því þær fóru að muna eftir sér. En sjá þær framtíð sína í sveit? Þær segjast báðar getað hugsað sér að verða bændur eins og mamma. Sú eldri, Lilja Rós, nefnir að hún geti hugsað sér að verða snyrtifræðingur og sú yngri, Elía Bergrós, segir draumastarfið vera í kringum hesta, sem svo sannarlega væri hægt í Álftaveri. Tveir eldri bræður þeirra, Arnþór og Þórður, eru í framhaldsnámi í Reykjavík. Fjölskyldan keypti þar íbúð og pabbinn, Sigurður Arnar Sverrisson bifvélavirki, fékk sér vinnu í borginni til að geta annast strákana, en kemur svo heim um helgar. Kristbjörg segir að þetta sé sú leið sem margir fara; að fjárfesta í íbúð í Reykjavík og reyna að reka annað heimili fyrir börnin þegar þau fara í skóla. Hún segist hvergi annars staðar vilja eiga heima, eftir að hafa reynt það sjálf að búa á mölinni. Þau bjuggu Akranesi í smátíma en hún segir að það sé enginn draumur að fara í burtu. Það sé ósköp notalegt og gott að búa í Álftaveri. Þar finnist henni best að vera. Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Tvær systur á bænum Þykkvabæjarklaustri eru einu börnin sem eftir eru í fornfrægri sveit. Næstu leikfélagar búa í fimmtíu kílómetra fjarlægð og skólabílstjórinn, sem er þeirra einkabílstjóri, ekur tvöhundruð kílómetra á dag til að koma þeim í og úr skóla. Systurnar Lilja Rós og Elía Bergrós Sigurðardætur eru búnar að aka í skólabílnum í fimmtíu mínútur þegar þær mæta í Kirkjubæjarskóla og eiga svo eftir að aka í aðrar fimmtíu mínútur á leið heim aftur í Álftaverið; grasgefna sveit austan við Mýrdalssand milli Víkur og Klausturs. Foreldrar þeirra eru með kindur og kýr á Þykkvabæjarklaustri, en þar var munkaklaustur í nærri fjögur hundruð ár fyrir siðaskipti, þar var Þorlákur helgi ábóti og þar var Lilja kveðin. Móðir þeirra, Kristbjörg Hilmarsdóttir, er ekki svartsýn um framtíð Álftaversins. Það muni blómstra aftur og verða fullt af börnum á ný, segir hún. Þetta gangi í bylgjum. Þau byrjuðu með ferðaþjónustu í fyrrasumar til að styðja við búskapinn. Hún gengur ágætlega, segir Kristbjörg, og það sé mjög gaman að sjá hvað gestir eru hugfangnir af sveitinni og hafi gaman að því að kíkja í fjósið og fylgjast með sveitastörfunum. Í fjárhúsinu er uppáhaldskindin hún Prinsessa, sem orðin er tólf ára gömul og hefur fylgt systrunum frá því þær fóru að muna eftir sér. En sjá þær framtíð sína í sveit? Þær segjast báðar getað hugsað sér að verða bændur eins og mamma. Sú eldri, Lilja Rós, nefnir að hún geti hugsað sér að verða snyrtifræðingur og sú yngri, Elía Bergrós, segir draumastarfið vera í kringum hesta, sem svo sannarlega væri hægt í Álftaveri. Tveir eldri bræður þeirra, Arnþór og Þórður, eru í framhaldsnámi í Reykjavík. Fjölskyldan keypti þar íbúð og pabbinn, Sigurður Arnar Sverrisson bifvélavirki, fékk sér vinnu í borginni til að geta annast strákana, en kemur svo heim um helgar. Kristbjörg segir að þetta sé sú leið sem margir fara; að fjárfesta í íbúð í Reykjavík og reyna að reka annað heimili fyrir börnin þegar þau fara í skóla. Hún segist hvergi annars staðar vilja eiga heima, eftir að hafa reynt það sjálf að búa á mölinni. Þau bjuggu Akranesi í smátíma en hún segir að það sé enginn draumur að fara í burtu. Það sé ósköp notalegt og gott að búa í Álftaveri. Þar finnist henni best að vera.
Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira