Einu börnin í Álftaveri hafa einkabílstjóra 20. desember 2009 19:20 Tvær systur á bænum Þykkvabæjarklaustri eru einu börnin sem eftir eru í fornfrægri sveit. Næstu leikfélagar búa í fimmtíu kílómetra fjarlægð og skólabílstjórinn, sem er þeirra einkabílstjóri, ekur tvöhundruð kílómetra á dag til að koma þeim í og úr skóla. Systurnar Lilja Rós og Elía Bergrós Sigurðardætur eru búnar að aka í skólabílnum í fimmtíu mínútur þegar þær mæta í Kirkjubæjarskóla og eiga svo eftir að aka í aðrar fimmtíu mínútur á leið heim aftur í Álftaverið; grasgefna sveit austan við Mýrdalssand milli Víkur og Klausturs. Foreldrar þeirra eru með kindur og kýr á Þykkvabæjarklaustri, en þar var munkaklaustur í nærri fjögur hundruð ár fyrir siðaskipti, þar var Þorlákur helgi ábóti og þar var Lilja kveðin. Móðir þeirra, Kristbjörg Hilmarsdóttir, er ekki svartsýn um framtíð Álftaversins. Það muni blómstra aftur og verða fullt af börnum á ný, segir hún. Þetta gangi í bylgjum. Þau byrjuðu með ferðaþjónustu í fyrrasumar til að styðja við búskapinn. Hún gengur ágætlega, segir Kristbjörg, og það sé mjög gaman að sjá hvað gestir eru hugfangnir af sveitinni og hafi gaman að því að kíkja í fjósið og fylgjast með sveitastörfunum. Í fjárhúsinu er uppáhaldskindin hún Prinsessa, sem orðin er tólf ára gömul og hefur fylgt systrunum frá því þær fóru að muna eftir sér. En sjá þær framtíð sína í sveit? Þær segjast báðar getað hugsað sér að verða bændur eins og mamma. Sú eldri, Lilja Rós, nefnir að hún geti hugsað sér að verða snyrtifræðingur og sú yngri, Elía Bergrós, segir draumastarfið vera í kringum hesta, sem svo sannarlega væri hægt í Álftaveri. Tveir eldri bræður þeirra, Arnþór og Þórður, eru í framhaldsnámi í Reykjavík. Fjölskyldan keypti þar íbúð og pabbinn, Sigurður Arnar Sverrisson bifvélavirki, fékk sér vinnu í borginni til að geta annast strákana, en kemur svo heim um helgar. Kristbjörg segir að þetta sé sú leið sem margir fara; að fjárfesta í íbúð í Reykjavík og reyna að reka annað heimili fyrir börnin þegar þau fara í skóla. Hún segist hvergi annars staðar vilja eiga heima, eftir að hafa reynt það sjálf að búa á mölinni. Þau bjuggu Akranesi í smátíma en hún segir að það sé enginn draumur að fara í burtu. Það sé ósköp notalegt og gott að búa í Álftaveri. Þar finnist henni best að vera. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira
Tvær systur á bænum Þykkvabæjarklaustri eru einu börnin sem eftir eru í fornfrægri sveit. Næstu leikfélagar búa í fimmtíu kílómetra fjarlægð og skólabílstjórinn, sem er þeirra einkabílstjóri, ekur tvöhundruð kílómetra á dag til að koma þeim í og úr skóla. Systurnar Lilja Rós og Elía Bergrós Sigurðardætur eru búnar að aka í skólabílnum í fimmtíu mínútur þegar þær mæta í Kirkjubæjarskóla og eiga svo eftir að aka í aðrar fimmtíu mínútur á leið heim aftur í Álftaverið; grasgefna sveit austan við Mýrdalssand milli Víkur og Klausturs. Foreldrar þeirra eru með kindur og kýr á Þykkvabæjarklaustri, en þar var munkaklaustur í nærri fjögur hundruð ár fyrir siðaskipti, þar var Þorlákur helgi ábóti og þar var Lilja kveðin. Móðir þeirra, Kristbjörg Hilmarsdóttir, er ekki svartsýn um framtíð Álftaversins. Það muni blómstra aftur og verða fullt af börnum á ný, segir hún. Þetta gangi í bylgjum. Þau byrjuðu með ferðaþjónustu í fyrrasumar til að styðja við búskapinn. Hún gengur ágætlega, segir Kristbjörg, og það sé mjög gaman að sjá hvað gestir eru hugfangnir af sveitinni og hafi gaman að því að kíkja í fjósið og fylgjast með sveitastörfunum. Í fjárhúsinu er uppáhaldskindin hún Prinsessa, sem orðin er tólf ára gömul og hefur fylgt systrunum frá því þær fóru að muna eftir sér. En sjá þær framtíð sína í sveit? Þær segjast báðar getað hugsað sér að verða bændur eins og mamma. Sú eldri, Lilja Rós, nefnir að hún geti hugsað sér að verða snyrtifræðingur og sú yngri, Elía Bergrós, segir draumastarfið vera í kringum hesta, sem svo sannarlega væri hægt í Álftaveri. Tveir eldri bræður þeirra, Arnþór og Þórður, eru í framhaldsnámi í Reykjavík. Fjölskyldan keypti þar íbúð og pabbinn, Sigurður Arnar Sverrisson bifvélavirki, fékk sér vinnu í borginni til að geta annast strákana, en kemur svo heim um helgar. Kristbjörg segir að þetta sé sú leið sem margir fara; að fjárfesta í íbúð í Reykjavík og reyna að reka annað heimili fyrir börnin þegar þau fara í skóla. Hún segist hvergi annars staðar vilja eiga heima, eftir að hafa reynt það sjálf að búa á mölinni. Þau bjuggu Akranesi í smátíma en hún segir að það sé enginn draumur að fara í burtu. Það sé ósköp notalegt og gott að búa í Álftaveri. Þar finnist henni best að vera.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira