Innlent

Ingibjörg ákveður sig í vikunni

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun síðar í vikunni greina frá áformum sínum um eigin aðkomu að íslenskum stjórnmálum í nánustu framtíð. Ingibjörg hefur verið í leyfi síðustu þrjár vikur til að jafna sig eftir veikindi undanfarinna mánaða. Óvíst hefur verið hvort að hún sækjast eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar og sem þingmaður.

,,Ingibjörg Sólrún hyggst ekki tjá sig um þessi mál við fjölmiðla fyrr en að loknu framangreindu samráði og mati á stöðu mála," segir í tilkynningu Sigrúnu Jónsdóttur framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar.

Ingibjörg Sólrún mun í dag og á næstu dögum funda með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og öðru Samfylkingarfólki þar sem hún mun fara yfir stöðu mála í ríkisstjórninni og stjórnmálunum almennt.

Í tilkynningu segir jafnframt að mati lækna sé full ástæða til að ætla að Ingibjörg Sólrún nái sér að fullu eftir veikindin þótt einhvern tíma muni taki að byggja upp fullt starfsþrek að nýju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×