Björgvin íhugaði að segja af sér þegar ríkið yfirtók Glitni Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. nóvember 2009 13:01 Björgvin G. Sigurðsson íhugaði að segja af sér í miðju hruninu. Mynd/ GVA. Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, íhugaði alvarlega að segja af sér embætti 29. september á síðasta ári þegar áform voru kynnt um yfirtöku ríkisins á Glitni. Hann íhugaði einnig að segja af sér daginn eftir vegna framkomu Ingibjargar Sólrúnar, formanns Samfylkingarinnar við sig. Fram kemur í nýrri bók Styrmis Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem nefnist Umsátrið - Fall Íslands og endurreisn, að Björgvin G. Sigurðsson hafi verið æfur vegna þeirrar ákvörðunar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að kalla til Össur Skarphéðinsson og Jón Þór Sturluson, aðstoðarmann Björgvins, til að vera þátttakendur í atburðarásinni í tengslum við yfirtökuna á Glitni, án þess að Björgvin væri yfirleitt látinn vita af því sem væri að gerast. Björgvin frétti fyrst af málinu um kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld, daginn áður en yfirtakan á 75 prósent hlut ríkisins í Glitni var kynnt í Seðlabankanum, en síðan var fallið frá þeim áformum. Fram kemur í bók Styrmis að Björgvin telji sig hafa gert tvenn skonar mistök þennan sólarhring. Annars vegar að sinna ósk um, að hann kæmi til fundar við Jón Ásgeir Jóhannesson þá um nóttina og hins vegar að segja ekki af sér ráðherraembætti vegna framkomu formanns Samfylkingarinnar við sig. Ástæðan fyrir því að hann sagði ekki af sér mun hafa verið skortur á pólitísku sjálfstrausti og reynsluleysi í stjórnmálum, en Össur Skarphéðinsson lagði mjög að honum að segja ekki af sér, að því er fram kemur í bókinni. Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, íhugaði alvarlega að segja af sér embætti 29. september á síðasta ári þegar áform voru kynnt um yfirtöku ríkisins á Glitni. Hann íhugaði einnig að segja af sér daginn eftir vegna framkomu Ingibjargar Sólrúnar, formanns Samfylkingarinnar við sig. Fram kemur í nýrri bók Styrmis Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem nefnist Umsátrið - Fall Íslands og endurreisn, að Björgvin G. Sigurðsson hafi verið æfur vegna þeirrar ákvörðunar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur að kalla til Össur Skarphéðinsson og Jón Þór Sturluson, aðstoðarmann Björgvins, til að vera þátttakendur í atburðarásinni í tengslum við yfirtökuna á Glitni, án þess að Björgvin væri yfirleitt látinn vita af því sem væri að gerast. Björgvin frétti fyrst af málinu um kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld, daginn áður en yfirtakan á 75 prósent hlut ríkisins í Glitni var kynnt í Seðlabankanum, en síðan var fallið frá þeim áformum. Fram kemur í bók Styrmis að Björgvin telji sig hafa gert tvenn skonar mistök þennan sólarhring. Annars vegar að sinna ósk um, að hann kæmi til fundar við Jón Ásgeir Jóhannesson þá um nóttina og hins vegar að segja ekki af sér ráðherraembætti vegna framkomu formanns Samfylkingarinnar við sig. Ástæðan fyrir því að hann sagði ekki af sér mun hafa verið skortur á pólitísku sjálfstrausti og reynsluleysi í stjórnmálum, en Össur Skarphéðinsson lagði mjög að honum að segja ekki af sér, að því er fram kemur í bókinni.
Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Sjá meira