Býr hjá vinum eftir að hafa rifið húsið 19. júní 2009 06:00 Björn Mikkaelsson „Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu," segir Björn Mikkaelsson. Á þjóðhátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. „Ég hefði örugglega séð eftir því hefði ég ekki gert þetta. Það er búið að króa mann þannig af að ég hef engu að tapa." Björn tók 36 milljóna króna lán í erlendri mynt fyrir húsinu árið 2003. Hann reisti það sjálfur enda var hann með fyrirtæki sem sérhæfði sig í því. „Ég hef því byggt fleiri hús en ég hef rifið svo staðan er enn í plús hvað það varðar," bætir hann við í gríni. Fyrir tveimur árum fór svo að síga á ógæfuhliðina og reksturinn rann út í sandinn á síðasta ári. „Þetta er samspil af mörgum þáttum, ég var kominn í vanskil hjá bankanum þar sem ég lenti í slæmum kúnnum sem borguðu mér ekki. Þetta leiddi til þess að ég lenti í greiðsluerfiðleikum og húsið átti að fara á uppboð nokkrum dögum eftir bankahrun. Þá var lánið komið upp í 78 milljónir." Hann segist hafa fengið þau svör í bankanum að hann yrði að semja sig út úr vandanum en hann fengi enga viðsemjendur því skilanefnd hefði ekki tíma til að sinna hans máli. Hann segist sjálfur búa hjá vinafólki um þessar mundir en kona hans er komin til útlanda. Þau eiga tvö börn sem bæði eru uppkomin. Hann leiti nú að vinnu, annars sé allt á huldu hjá þeim hjónum með framtíðina. „Ef ég á að dúsa í prísundinni fyrir að rústa einu húsi þá verður örugglega þröngt á þingi því allir þeir sem rústuðu þjóðinni hljóta þá að vera þarna líka," segir hann að lokum. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
„Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu," segir Björn Mikkaelsson. Á þjóðhátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. „Ég hefði örugglega séð eftir því hefði ég ekki gert þetta. Það er búið að króa mann þannig af að ég hef engu að tapa." Björn tók 36 milljóna króna lán í erlendri mynt fyrir húsinu árið 2003. Hann reisti það sjálfur enda var hann með fyrirtæki sem sérhæfði sig í því. „Ég hef því byggt fleiri hús en ég hef rifið svo staðan er enn í plús hvað það varðar," bætir hann við í gríni. Fyrir tveimur árum fór svo að síga á ógæfuhliðina og reksturinn rann út í sandinn á síðasta ári. „Þetta er samspil af mörgum þáttum, ég var kominn í vanskil hjá bankanum þar sem ég lenti í slæmum kúnnum sem borguðu mér ekki. Þetta leiddi til þess að ég lenti í greiðsluerfiðleikum og húsið átti að fara á uppboð nokkrum dögum eftir bankahrun. Þá var lánið komið upp í 78 milljónir." Hann segist hafa fengið þau svör í bankanum að hann yrði að semja sig út úr vandanum en hann fengi enga viðsemjendur því skilanefnd hefði ekki tíma til að sinna hans máli. Hann segist sjálfur búa hjá vinafólki um þessar mundir en kona hans er komin til útlanda. Þau eiga tvö börn sem bæði eru uppkomin. Hann leiti nú að vinnu, annars sé allt á huldu hjá þeim hjónum með framtíðina. „Ef ég á að dúsa í prísundinni fyrir að rústa einu húsi þá verður örugglega þröngt á þingi því allir þeir sem rústuðu þjóðinni hljóta þá að vera þarna líka," segir hann að lokum.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira