Enski boltinn

Ancelotti: Frank Lampard mun taka næstu vítaspyrnu okkar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard sést hér klikka á vítaspyrnu sinni.
Frank Lampard sést hér klikka á vítaspyrnu sinni. Mynd/GettyImages
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ætlar ekki að skipta um vítaskyttu hjá Chelsea þrátt fyrir að Frank Lampard hafi látið Shay Given, markvörð Manchester City, verja frá sér í leik liðanna í gærkvöldi. Klúðrið hans Lampard kostaði Chelsea stig í leiknum.

„Hvað með það. Lampard getur klikkað á víti. Svona hlutir gerast og það er ekkert vandamál. Hann mun taka næsta víti hjá okkur," sagði Carlo Ancelotti.

Frank Lampard hafði ekki klikkað á víti síðan í september 2006 fyrir leikinn í gær en í Chelsea-liðinu eru leikmenn sem taka venjulega víti fyrir landslið sín eins og Didier Drogba og Michael Ballack.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×