Innlent

Nóbelsverðlaunahafi heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Al Gore með Dr. Rajendra K. Pachauri.
Al Gore með Dr. Rajendra K. Pachauri.

Nóbelsverðlaunahafinn Dr. Rajendra K. Pachauri heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands dag í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands.

Dr. Rajendra K. Pachauri er einn helsti forystumaður veraldar í umræðum um loftslagsbreytingar. Hann heldur opinn fyrirlestur í boði forseta Íslands og í samvinnu við Háskóla Íslands í dag.

Fyrirlesturinn ber heitið "Can Science Determine the Politics of Climate Change" og verður hann fluttur í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst klukkan 11:30. Í upphafi fundarins flytur forseti Íslands stutt ávarp en Kristín Ingólfsdóttir rektor stýrir samkomunni.

Dr. Pachauri er formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC).

Hann tók við Nóbelsverðlaunum fyrir hönd IPCC árið 2007, þegar Al Gore fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna voru einnig veitt Nóbelsverðlaunin.

Dr. Pachauri er jafnframt forstöðumaður vísinda- og tæknistofnunarinnar TERI í Delhi á Indlandi en hún fæst öðru fremur við rannsóknir á orkunýtingu og endurnýjanlegum orkugjöfum. Samstarfssamningur hefur verið gerður milli Háskóla Íslands og TERI.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×