Enski boltinn

Meiri líkur á að Liverpool og Everton deili leikvangi

Arnar Björnsson skrifar
Stuðningsmenn Everton.
Stuðningsmenn Everton. Mynd/AFP

Það kemur enn til greina að Liverpool og Everton nýti sama knattspyrnuvöllinn í bítlaborginni í framtíðinni. Breska ríkisstjórnin hafnaði ósk Everton um að byggja nýjan 50 þúsund manna völl í Kirkby, útjaðri Liverpool.

Áform Liverpool um að byggja nýjan leikvang hafa verið lagðar til hliðar um stund að minnsta kosti meðal annars vegna fjárhagserfiðleika félagins.

Í skoðanakönnun meðal stuðningsmanna Everton voru 60% sammála því að byggja nýjan völl í Kirkby en þeir eru ekki jafn hrifnir af því að deila velli með erkifjendum sínum.

Everton og Liverpool mætast einmitt á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn en Goodison Park völlurinn er aðeins í rúmlega fimm hundruð metra fjarlægð frá Anfield, heimavelli Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×